Erlent

Spænskum læknum rænt í Kenía

Mannrán eru algeng í Dadaab flóttamannabúðunum.
Mannrán eru algeng í Dadaab flóttamannabúðunum. mynd/AFP
Vígamenn rændu tveim spænskum læknum í Dadaab flóttamannabúðunum í Kenía.



Flóttamannabúðirnar eru nálægt landamærunum að Sómalíu og er talið að mannræningjarnir hafi komið þaðan.

Mikið hefur verið um mannrán á svæðinu undanfarna mánuði.

Dadaab flóttamannabúðirnar eru þær stærstu heimi. Í kringum 450.000 manns búa þar og eru búðirnar þriðja stærsta byggð í Kenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×