Erlent

Liam Fox segir af sér

Fox baðst afsökunar í bréfi til forsætisráðherra Bretlands.
Fox baðst afsökunar í bréfi til forsætisráðherra Bretlands. mynd/AFP
Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Fox hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu eftir að upp komst um óeðlileg samskipti hans við Adam Werritty.

Fox er sakaður um að hafa gefið Werritty aðgang að trúnaðargögnum ráðuneytisins.

Í yfirlýsingu sagði Fox að hann hefði ekki gert greinarmun á einkahögum sínum og opinberu hlutverki sínu sem ráðherra.

Fox baðst afsökunar á mistökum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×