Erlent

Reyna að bjarga Bangkok frá flóðum

Verkamenn í Bangkok höfuðborg Taílands berjast nú við að styrkja flóðavarnir borgarinnar til að koma í veg fyrir að hluti af borginni fari undir vatn.

Mikil flóð hafa hrjáð Taílendinga að undanförnu. Nær 300 manns hafa farist í þeim og hafa þau leitt til gífurlegs tjóns í 61 af 76 héruðum landsins.

Alls hefur flætt yfir hálfa milljón ferkílómetra af landi en það landssvæði samsvarar stærð Spánar. Ástæðan fyrir flóðunum er mikil úrkoma nær allt sumarið og haustið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×