Erlent

Grænlenskur Hrói höttur fyrir Hæstarétti Danmerkur

Í dag fellur dómur fyrir Hæstarétti Danmerkur í máli grænlensks manns sem hlotið hefur viðurnefnið Hrói höttur á Grænlandi.

Maður þessi sem búsettur er í Nanotaik fékk vegna mistaka 1,3 milljónir danskra króna, eða hátt í 30 milljónir króna, settar inn á bankareikning sinn í BRF bankanum árið 2008. Hann hóf strax að nota þetta fé og deila því út meðal vina og vandamanna sem og ókunnugra. Hafði maðurinn með þessum hætti náð að nota um 400 þúsund danskar krónur þegar bankinn uppgötvaði mistök sín og lokaði reikningnum.

Í undirrétti á Grænlandi var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa stolið þessu fé. Málinu var þá áfrýjað til Landsréttar Grænlands sem dæmdi manninn sekan. Maðurinn segist hafa notað féið í þeirri góðu trú að hann hefði unnið það í lottói. Landsrétturinn féllst ekki á þau rök þar sem maðurinn spilaði síðast í lottói árið 2004. Var maðurinn dæmdur til 100 tíma vinnu í samfélagsþjónustu, áfengismeðferðar og meðferðar hjá geðlækni. Þessum úrskurði var síðan áfrýjað til Hæstaréttar Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×