Erlent

NATO gagnrýnir dóm yfir Tímóshenkó

Júlía Tímóshenkó ásamt lögmanni sínum.
Júlía Tímóshenkó ásamt lögmanni sínum. mynd/AFP
Atlantshafsbandalagið, NATO, lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðu í máli Júlíu Tímóshenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í samningaviðræðum við rússneska gasrisann Gazprom árið 2009.

Talsmaður NATO, Oana Lunescu,  sagði að bandalagið vonaðist til þess að dóminum yrði snúið.

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa bæði lýst yfir áhyggjum sínum með dóminn og telja að réttarhöldin hafi verið pólitísk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×