Erlent

Yfirvöld í Bangkok óttast flóð

Milljónir Tælendinga hafa orðið fyrir áhrifum frá flóðinu.
Milljónir Tælendinga hafa orðið fyrir áhrifum frá flóðinu. mynd/AFP
Mikil flóð eru nú í Tælandi og hafa yfirvöld í Bangkok gefið út viðvörun til íbúa höfuðborgarinnar.

283 hafa farist í flóðunum og 61 af 76 héruðum Tælands hafa orðið fyrir flóðum.

Samgöngur í landinu eru í molum og verður fólk að notast við gúmmíbáta til að komast leiða sinna.

Íbúar og yfirvöld hafa einnig miklar áhyggjur af klaustrum og helgum stöðum sem finna má víðsvegar um Tæland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×