Erlent

Stærðfræðikennari kveikti í sér

Frá slysstað í Béziers í gær.
Frá slysstað í Béziers í gær. mynd/AFP
Ekki er vitað hvað kennaranum í Béziers í Suður-Frakklandi gekk til þegar hún kveikti í sér í gær. Atvikið átti sér stað í frímínútum og segja vitni að stærðfræðikennarinn hafi hellt yfir sig bensíni áður en hún kveikti í sér.

Nemendur og aðrir kennarar hlupu til bjargar og tókst þeim að slökkva eldinn. Hún var flutt á spítala í Monpelier. Menntamálaráðherra Frakklands, Luc Chatel, heimsótti kennarann í gær. Hann sagði kennarann vera í afar slæmu ástandi, líkamlega og andlega.

Einn nemandi sem varð vitni að atvikinu sagði að kennarinn hefði gengið um með hendur á höfði eftir að hún kveikti í sér. Þegar þau hlupu til hennar sagðist hún vilja vera látin í friði, að guð hefði sagt henni að gera þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×