Erlent

Samúð með mótmælendum úr ólíkum áttum

Mótmælin hófust 17. september í New York hafa dreifst um Bandaríkin.
Mótmælin hófust 17. september í New York hafa dreifst um Bandaríkin. mynd/AFP
Bill Clinton telur að mótmælin á Wall Street og í öðrum borgum Bandaríkjanna geti skapað kjöraðstæður fyrir rökræður. Clinton, sem er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist skilja reiði mótmælenda.

Hann sagði það vera einkennilegt að þeir sem báru ábyrgð á efnahagsástandinu héldu enn atvinnu sinni og meðfylgjandi bónusum. Clinton sagði mótmælendur vera þau sem misst hefðu allt. Hann telur að pólitískt andrúmsloft Bandaríkjanna sé öfgakennt og að kröftug mótmæli almennings geti umbreytt slíku ástandi.

Það kom einnig á óvart að forstjóri Citigroup, Ikram Pandit, sagðist skilja viðhorf mótmælendanna. Þetta sagði hann í viðtali í gær. Hann sagði efnahagsbatinn væri ekki nógu hraður og af þeim sökum sitji Bandaríkin eftir með ungt og metnaðarfullt fólk sem hvergi fær tækifæri til að blómstra.

Pandit sagðist vera reiðubúinn að ræða við mótmælendur hvenær sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×