Erlent

Vísindamenn greina gelt píranafiska

Félagslegir eiginleikar Píranafiska komu vísindamönnum mjög á óvart.
Félagslegir eiginleikar Píranafiska komu vísindamönnum mjög á óvart. mynd/AFP
Vísindamenn telja sig nú vita hvað gelt píranafiska þýða. Lengi hefur verið vitað að kjötætan ógnvænlega gefi frá sér hljóð en merking þeirra hefur verið á huldu.

Vísindamaðurinn Eric Parmentier frá háskólanum í Belgíu sýndi fram á að píranafiskar gefa frá sér þrjú mismunandi hljóð.

Fyrsta hljóðið sem vísindamönnum tókst að greina var endurtekið rýt sem fiskurinn gefur frá sér þegar hann segir öðrum píranafiskum að hypja sig. Því næst kom lágt baul sem er notað til egna öðrum píranafiskum.

Þegar píranafiskar elta hvorn annan gnýsta þeir síðan tönnum.

Píranafiskar er víðfrægir fyrir að forhert dýr en þeir virðast vera margfalt grimmari við aðra píranafiska en fórnarlömb sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×