Erlent

Flóð hrífa með sér börn í flóttamannabúðum

Nauðsynlega vantar fjármagn til að aðstoða flóttamenn í Sigale-flóttamannabúðunum.
Nauðsynlega vantar fjármagn til að aðstoða flóttamenn í Sigale-flóttamannabúðunum.
Tvö börn hafa látist og eitt er týnt eftir flóð í Sigale-flóttamannabúðunum í Mogadishu í gær. Fjölskyldur í búðunum flúðu í skjól þegar flóðin skullu á, þunguð kona varð undir í ringulreiðinni og lést.

2800 manns búa í búðunum, flest í hrörlegum skýlum. Flestir flóttamennirnir í Sómalíu hafa komið þaðan frá Austur-Afríku en gríðarlegir þurrkar hafa verið þar síðustu misseri.

Rúmur helmingur þeirra barna sem eru í búðunum eru vannærð og mörg þeirra eru veik eftir að drukkið skítugt vatn.

Hassan Ali Noor, öldungur sem dvelur í búðunum, sagði að ef það ringdi meira yrðu dauðsföllin fleiri.

Sonia Zambakides, yfirmaður neyðaraðstoðar Barnaheilla, sagði það vera hræðilegt að horfa upp á börnin berjast við vatnsflaumin. Hún sagði að fjármagn vanti til að annast börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×