Fleiri fréttir

Réttarhöld yfir Karadzic hefjast að nýju

Gert er ráð fyrir því að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefji málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag þegar réttarhöld yfir honum hefjast að nýju.

Lýsti yfir helgu stríði gegn Sviss

Svissneska stjórnin hefur ekkert viljað segja um yfirlýsingu Moammars Gaddafi Líbíuleiðtoga, sem lýsti yfir „heilögu stríði“ gegn Sviss í síðustu viku.

Ellefu myrtir í Afganistan

Sprengja sem komið var fyrir í vegkanti varð að minnsta kosti ellefu óbreyttum borgurum að bana í dag í Helmand héraði sem er í suðurhluta Afganistan. Meðal látinna er tvo börn. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér.

Obama í góðu formi en ætti að hætta að reykja

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er við hestaheilsu en ætti að hætta að reykja og tyggja þess í stað nikótíntyggjó. Þetta er skoðun læknis á Bethesda hersjúkrahúsinu í Maryland sem kannar reglulega heilsufar forsetans.

Háhyrningurinn snúi heim til Íslands

Háhyrningurinn Tilikum sem drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í síðustu viku á að fá að snúa í sitt náttúrulega umhverfi og heimaslóðir við Íslandsstrendur. Þetta er skoðun pistlahöfundar bandaríska dagblaðsins Olympian.

Tuttugu létust í flugeldaslysi

Að minnsta kosti tuttugu létust og rúmlega 50 slösuðust í flugeldaslysi í suðurhluta Kína í gær. Eldur komst í stóran viðarkassa fullum af púðurkerlingum og flugeldum þegar hópur fólks var að fagna kínverska nýárinu með fyrrgreindum afleiðingum. Lögregla handtók tvo menn í framhaldinu sem grunaðir eru um að hafa sýnt að sér vítavert gáleysi.

Tala látinna fer hækkandi í Chile

Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun.

Öflugur jarðskjálfti í Chile

Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki.

Vinstrisinnar reknir af þingi

Nærri öllum þingmönnum Vinstriflokksins í Þýskalandi var vísað úr þingsal í gær við upphaf umræðna um framhald á þátttöku þýska hersins í hernaði Natóríkjanna í Afganistan.

Jarðskjálfti upp á 7,3 skók Japan

Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strendur Japans í Kyrrahafinu, eftir því sem fullyrt er á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Engar fréttir hafa borist enn af mannfalli eða skemmdum.

Háhyrningar verða aftur til sýnis í Seaworld á morgun

Háhyrningasýningar munu hefjast aftur í SeaWorld sædýrasafninu í Orlando á morgun. Dýraþjálfarar munu ekki fara ofan í vatnið til háhyrninganna eftir að háhyrningur í safninu banaði einum þjálfara í gær.

Biðjast afsökunar á endurbirtingum á myndum af Múhameð

Danska blaðið Politiken hefur beðist afsökunar á því að hafa birt myndir af spámanninum Múhameð árið 2008. Politiken segir að með afsökuninni vilji blaðið friðmælast við múslima í Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Önnur dönsk dagblöð hafa gagnrýnt Politiken fyrir afsökunarbeiðnina, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Sjúkrahús frá helvíti

Mikil reiði ríkir í Bretlandi eftir að birt var skýrsla um skelfilegt ástand á ríkisreknu sjúkrahúsi í Staffordsskíri.

Íhaldsmenn áhyggjufullir

Enn virðist halla undan fæti hjá Íhaldsmönnum í Bretlandi. Kannanir undanfarna daga hafa gefið til kynna að líkur séu á stjórnarkreppu í Bretlandi eftir kosningarnar sem fram fara í vor. Nýjasta könnunin sem breska blaðið The Daily Telegraph lét framkvæma bendir til þess að Verkamannaflokkurinn fái flest þingsæti þótt ekki dugi það til þess að ná hreinum meirihluta.

Lést í fæðingu þegar læknarnir fóru að slást

Stúlkubarn lést í fæðingu í Brasilíu í gær vegna þess að fæðingarlæknarnir fóru að slást í miðri fæðingu. Fjölmiðlar þar í landi segja að læknarnir hafi ekki getað komið sér saman um hver ætti að taka á móti stúlkunni og í kjölfarið brutust út heiftúðleg slagsmál á milli þeirra.

Tilikum verður áfram í SeaWorld

Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda.

Mannskæð árás í Kabúl

Að minnsta kosti níu eru látnir og 32 sárir eftir að nokkrar sprengjur sprungu og skotið var af vélbyssum í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Einn sprengdi sig í loft upp hið minnsta og tveir aðrir árásarmenn voru felldir áður en þeir náðu að tendra sprengjur að sögn lögreglu í borginni.

Erdogan hafnar kosningum

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hafnaði kröfum stjórnarandstöðunnar um að efna til kosninga hið fyrsta. Hann átti í gær fund með Ilker Basbug herforingja, yfirmanni tyrkneska hersins. Abdullah Gül forseti sat einnig fundinn.

Lögregla lætur til skarar skríða

Lögreglan í Kaupmannahöfn og dönsk skattayfirvöld létu til skarar skríða í gærkvöld gegn glæpagengjum, sem barist hafa reglulega síðustu misseri á götum borgarinnar.

Það getur enginn verið SVONA óheppinn

Lögregla í bænum Irvine í Kaliforníu hefur farið framá að maður nokkur þar í bæ verði sendur í geðrannsókn. Maðurinn er sagður 57 ára gamall en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Tengdadóttir Madoff skiptir um ættarnafn

Tengdadóttir fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff hefur sótt um að ættarnafni hennar og tveggja dætra hennar verði breytt í Morgan. Konan heitir Stephanie og er gift Mark, syni Madoff. Með þessu vill hún koma í veg fyrir frekari niðurlægingu og áreiti en Stephanie segir að fjölskyldunni hafi borist ítrekaðar hótanir frá því að mál tengdaföður hennar kom upp.

Ráku burt argentinskt herskip

Breskur tundurspillir rak argentinskt herskip út úr landhelgi Falklandseyja í síðasta mánuði. Hljótt hefur verið um þetta mál.

Kattauppskrift kemur sjónvarpskokki í koll

Ítalska ríkissjónvarpið hefur rekið vinsælan sjónvarpskokk eftir að hann bauð upp á uppskrift að því hvernig elda eigi ketti, í sjónvarpsþætti sínum. Beppe Brigazzi segist sakna starfsins en þvertekur fyrir að biðjast afsökunar þar sem hann hafi aðeins verið að fræða áhorfendur um matarmenningu Ítala fyrr á öldum.

Yanukovych tekur við embætti

Viktor Yanukovych var í morgun vígður í embætti sem forseti Úkraínu. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn Júlíu Tymochenko á dögunum en hún heldur því fram að brögð hafi verið í tafli.

Hætta að framleiða Hummer

Fátt er nú talið geta komið í veg fyrir að jeppinn Hummer heyri brátt sögunni til. Hummer er í grunninn herjeppi sem smíðaður var fyrir Bandaríkjaher en síðar naut hann mikilla vinsælda hjá almenningi, sérstaklega í Bandaríkjunum þó nokkrir hafi til dæmis verið á götunum hér á landi.

Óöldin í Mexíkó heldur áfram

Grímuklæddir byssumenn myrtu þrettán manns í Mexíkó í gær. Mennirnir drápu fjóra menn á búgarði í suðurhluta landsins, bóndann, þrjá syni hans og fjóra aðra. Þegar lögregla kom á vettvang kom til byssubardaga þar sem fimm lögreglumenn létu lífið. Yfir fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í átökum tengdum eiturlyfjasölu í Mexíkó síðustu tvö árin.

Danmörk í hóp tíu ríkustu

Danska stjórnin setur sér háleit markmið í nýrri stefnuyfirlýsingu, sem Lars Løkke Rasmus­sen forsætisráðherra og Lene Espersen, nýr utanríkisráðherra, kynntu í gær. Daginn áður hafði Rasmussen stokkað upp í stjórninni með gjörbreyttri ráðherraskipan.

Yfirmenn hjá Google dæmdir

Þrír yfirmenn hjá netfyrirtækinu Google voru í gær dæmdir í allt að sex mánaða skilorðisbundið fangelsi fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa leyft birtingu myndskeiðs á Netinu fyrir fjórum árum, sem sýndi fjóra unglinga í skóla í Tórínó á Ítalíu ráðast á andlega fatlaðan samnemanda sinn.

Óvenjuhlýtt á Grænlandi í ár

Óvenjumikil hlýindi hafa verið á Grænlandi í vetur, einkum þó á sunnanverðu landinu. Janúarmánuður hefur verið sá hlýjasti síðan mælingar hófust árið 1958. Ástæðan mun vera þrálát hæð yfir Grænlandi og Baffineyju, sem gerir það að verkum að kalda veðrið fer fram hjá, eins og til dæmis Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa fengið að kynnast.

Forstjóri Toyota baðst afsökunar

Akido Toyoda, forstjóri japanska bílaframleiðslufyrirtækisins Toyota, bað í dag bandaríska bílaeigendur og þingnefnd Bandaríkjaþings afsökunar á galla í bílum frá fyrirtækinu sem leiddu til dauða og innköllun milljóna bíla. Hann vottaði aðstandendum þeirra sem látist hafa vegna galla í bílum fyrirtækisins samúð sína.

Skyndilegur glæpafaraldur í Svíþjóð

Nýr glæpafaraldur hefur steypst eins og holskefla yfir Svíþjóð undanfarið. Ástæðan er gríðarlegt fannfergi en þar hefur snjóað stanslítið í margar vikur.

Barist á götum í Aþenu

Gríska lögreglan beitti bæði kylfum og táragasi í snörpum óeirðum sem hófust þegar fimmtíu þúsund manns fóru í mótmælagöngu um Aþenu í dag.

Vilja hætta aftökum 2015

Evrópusambandið vill að öllum aftökum verði hætt árið 2015. Það á að vera fyrsta skrefið í að gera dauðarefsingu útlæga um allan heim.

Vill ekki sjá friðarverðlaun Nóbels

Ísraelski kjarnorkuuppljóstrarinn Mordechai Vanunu hefur beðið friðarverðlaunanefnd Nóbels í Noregi að taka sig út af lista yfir hugsanlega þiggjendur á þessu ári.

Orðljótir forsetar

Venesúela og Kólumbía hafa eldað saman grátt silfur í mörg ár og meðal annars flutt herlið að landamærunum sitthvorumegin.

Sjá næstu 50 fréttir