Erlent

Vilja hætta aftökum 2015

Óli Tynes skrifar
Kínversk kona leidd til aftöku.
Kínversk kona leidd til aftöku.

Evrópusambandið vill að öllum aftökum verði hætt árið 2015. Það á að vera fyrsta skrefið í að gera dauðarefsingu útlæga um allan heim.

Spánn fer með forsæti í Evrópusambandinu þessi misserin og Jose Zapatero forsætisráðherra sagði að Spánn muni ræða við þau lönd sem enn hafa dauðarefsingu, og reyna að fá þau til þess að falla frá henni.

Dauðarefsing hefur þegar verið afnumin í 137 löndum en er enn leyfð í 70 löndum. Kínverjar, Bandaríkjamenn, Saudi-Arabar, Íranar og Pakistanar eru lang afkastamestir í að taka fólk af lífi.

Þess má geta að dauðadómar voru felldir niður á Íslandi árið 1928.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×