Erlent

Barist á götum í Aþenu

Óli Tynes skrifar

Gríska lögreglan beitti bæði kylfum og táragasi í snörpum óeirðum sem hófust þegar fimmtíu þúsund manns fóru í mótmælagöngu um Aþenu í dag.

Mótmælin eru vegna harkalegra aðhaldsaðgerða sem eiga að lækka fjárlagahallann um fjögur prósent á þessu ári.

Grikkir eiga þó ekki betra í vændum því Evrópusambandið hefur hótað að taka af þeim völdin og fyrirskipa þann niðurskurð sem það sjálft telur nauðsynlegan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×