Erlent

Lést í fæðingu þegar læknarnir fóru að slást

Stúlkubarn lést í fæðingu í Brasilíu í gær vegna þess að fæðingarlæknarnir fóru að slást í miðri fæðingu. Fjölmiðlar þar í landi segja að læknarnir hafi ekki getað komið sér saman um hver ætti að taka á móti stúlkunni og í kjölfarið brutust út heiftúðleg slagsmál á milli þeirra.

Þriðji læknirinn kom loks að og tóks honum að bjarga lífi móðurinnar en stúlkan fæddist andvana. Báðir læknarnir hafa verið reknir úr starfi og lögreglurannsókn er hafin á málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×