Erlent

Óvenjuhlýtt á Grænlandi í ár

Óvenjumikil hlýindi hafa verið á Grænlandi í vetur, einkum þó á sunnanverðu landinu. Janúarmánuður hefur verið sá hlýjasti síðan mælingar hófust árið 1958. Ástæðan mun vera þrálát hæð yfir Grænlandi og Baffineyju, sem gerir það að verkum að kalda veðrið fer fram hjá, eins og til dæmis Bandaríkjamenn og Íslendingar hafa fengið að kynnast.

Grænlendingar eru hæstánægðir með hlutskipti sitt, sérstaklega þeir sem búa syðst á landinu.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×