Erlent

Ellefu myrtir í Afganistan

Mynd/AP
Sprengja sem komið var fyrir í vegkanti varð að minnsta kosti ellefu óbreyttum borgurum að bana í dag í Helmand héraði sem er í suðurhluta Afganistan. Meðal látinna er tvo börn. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér.

Fyrr í vikunni féllu sjö óbreyttir borgarar þegar sprengja sprakk við fjölfarinn veg á sama svæði. Þá féllu 16 í árás talíbana í höfuðborginni Kabúl síðastliðinn föstudag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×