Erlent

Lögregla lætur til skarar skríða

Lögreglan í Kaupmannahöfn og dönsk skattayfirvöld létu til skarar skríða í gærkvöld gegn glæpagengjum, sem barist hafa reglulega síðustu misseri á götum borgarinnar.

Meðal annars var ráðist til atlögu gegn ólöglegum spilavítum og knæpum á Norðurbrú og í norðvesturhluta borgarinnar.

Danskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu á Netinu í gær, en óvíst var um útkomuna. Aðgerðirnar beinast gegn fjármálamisferli gengjanna í þeirri von að þannig megi koma höggi á þau.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×