Erlent

Jarðskjálfti upp á 7,3 skók Japan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strendur Japans í Kyrrahafinu nú undir kvöld, eftir því sem fullyrt er á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Engar fréttir hafa borist enn af mannfalli eða skemmdum.

Skjálftinn átti upptök sín við suðurstrendur Japan á 10 kílómetra dýpi.

Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×