Erlent

Lýsti yfir helgu stríði gegn Sviss

Moammar Gaddafí
Moammar Gaddafí

Svissneska stjórnin hefur ekkert viljað segja um yfirlýsingu Moammars Gaddafi Líbíuleiðtoga, sem lýsti yfir „heilögu stríði“ gegn Sviss í síðustu viku.

Gaddafi hefur undanfarin misseri gripið til ýmiskonar aðgerða gegn Svisslendingum, eða allt frá því sonur hans, Hannibal, og eiginkona hans voru handtekin í Sviss árið 2008 fyrir slæma meðferð á þjónustufólki. Þau sátu tvo daga í haldi.

Líbíumenn hafa síðan kallað sendiherra sinn heim frá Sviss, tekið fé úr svissneskum bönkum, tafið olíuflutning til Sviss og meinað tveimur Svisslendingum að fara frá Líbíu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×