Erlent

Tengdadóttir Madoff skiptir um ættarnafn

Bernie Madoff  afplánar nú 150 ára fangelsisdóm fyrir svikin.
Bernie Madoff afplánar nú 150 ára fangelsisdóm fyrir svikin.
Tengdadóttir fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff hefur sótt um að ættarnafni hennar og tveggja dætra hennar verði breytt í Morgan. Konan heitir Stephanie og er gift Mark, syni Madoff. Með þessu vill hún koma í veg fyrir frekari niðurlægingu og áreiti en Stephanie segir að fjölskyldunni hafi borist ítrekaðar hótanir frá því að mál tengdaföður hennar kom upp.

Madoff er sekur um að hafa svikið 65 milljarða dala, jafnvirði tæplega átta þúsund milljarða króna, af þúsundum viðskiptavina sinna. Hann afplánar nú 150 ára fangelsisdóm fyrir svikin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×