Erlent

Forstjóri Toyota baðst afsökunar

Áður en Toyoda svaraði spurningum bandarísku þingmannanna las hann upp yfirlýsingu á ensku. Spurningunum svaraði hann hins vegar á japönsku. Mynd/AP
Áður en Toyoda svaraði spurningum bandarísku þingmannanna las hann upp yfirlýsingu á ensku. Spurningunum svaraði hann hins vegar á japönsku. Mynd/AP
Akido Toyoda, forstjóri japanska bílaframleiðslufyrirtækisins Toyota, bað í dag bandaríska bílaeigendur og þingnefnd Bandaríkjaþings afsökunar á galla í bílum frá fyrirtækinu sem leiddu til dauða og innköllun milljóna bíla. Hann vottaði aðstandendum þeirra sem látist hafa vegna galla í bílum fyrirtækisins samúð sína.

Að undaförnu hefur Toyota innkallað 8,5 milljónir bíla ýmist vegna galla í bensíngjöf og í bremsu- og stýrikerfi þeirra. Þetta hefur meðal annars leitt til 20 prósenta verðfalls á hlutabréfum í fyrirtækinu.

Forstjórinn sagði að Toyota ætli að framleiða öruggari bíla og taka mið af athugasemdum viðskiptavina fyrirtækisins. Fyrirtækið hefði vaxið of hratt og því miður slegið af kröfum sínum undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×