Erlent

Íslendingur fann 130 þúsund ára gamalt bein úr hvítabirni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvítabjörninn Knútur á víst 130 þúsund ára gamlan forfaðir. Mynd/ AFP.
Hvítabjörninn Knútur á víst 130 þúsund ára gamlan forfaðir. Mynd/ AFP.
Íslenskur prófessor hefur, ásamt norskum starfsbróður sínum, fundið bein úr hvítabirni sem talið er vera allt að 130 þúsund ára gamalt.

Beinið, sem talið er vera úr kjálkanum á dýrinu, er sennilegast elsti hvítabjörnssteingervingur sem fundist hefur. Það voru Ólafur Ingólfsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Oystein Wiig, professor við Háskólann í Osló, sem fundu beinið á Svalbarða.

Þessi beinafundur hefur orðið tilefni til nýrra kenninga um það hvernig hvítabirnir þróuðust, að því er fram kemur í breska blaðinu Times. Vísindamennirnir telja að lífsýni úr steingervingnum bendi til mikils skyldleika á milli hvítabjarna og skógarbjarna á þessum tíma. Þeir velta því fyrir sér hvort ísöld sem brast á fyrir 190 þúsund árum hafi orðið til þess að skógarbirnir hafi aðlagast umhverfinu tiltölulega hratt og orðið að hvítabjörnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×