Erlent

Ráku burt argentinskt herskip

Óli Tynes skrifar
Tundurspillirinn HMS York.
Tundurspillirinn HMS York.

Breskur tundurspillir rak argentinskt herskip út úr landhelgi Falklandseyja í síðasta mánuði. Hljótt hefur verið um þetta mál.

Talsverð spenna er milli landanna eftir að bresk stjórnvöld gáfu olíufyrirtæki heimild til þess að gera tilraunaboranir norðan við Falklandseyjar.

Argentínumenn gera enn tilkall til eyjanna sem þessar tvær þjóðir háðu stríð útaf árið 1982. Þetta tilkall hafa þeir margítrekað eftir að leyfi var gefið til borunar eftir olíu.

Samtök ríkja Suður-Ameríku hafa lýst stuðningi við Argentínu í þessari deilu. Argentína hefur auk þess leitað með málið til Sameinuðu þjóðanna.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þegar breski tundurspillirinn HMS York rakst á argentinska korvettu innan marka Falklandseyja hafi átt sér stað kurteisleg orðaskipti og skipin hafi svo farið hvort sína leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×