Erlent

Biðjast afsökunar á endurbirtingum á myndum af Múhameð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndirnar voru endurbirtar eftir að upp komst um meint morðtilræði á hendur Kurt Westergaard. Mynd/ AFP.
Myndirnar voru endurbirtar eftir að upp komst um meint morðtilræði á hendur Kurt Westergaard. Mynd/ AFP.
Danska blaðið Politiken hefur beðist afsökunar á því að hafa birt myndir af spámanninum Múhameð árið 2008. Politiken segir að með afsökuninni vilji blaðið friðmælast við múslima í Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Önnur dönsk dagblöð hafa gagnrýnt Politiken fyrir afsökunarbeiðnina, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Upphaflega voru tólf myndir af Múhameð birtar árið 2006. Myndbirtingin féll í grýttan jarðveg hjá múslimum víða um heim. Politiken og fleiri blöð birtu svo aftur eina myndina árið 2008 þegar lögreglan upplýsti um meint morðtilræði á hendur teiknaranum Kurt Westergaard, sem teiknaði eina myndina.

Á meðal þeirra sem gagnrýna Politiken hvað mest er ritstjóri Jyllands-Posten, blaðsins sem birti myndirnar fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×