Erlent

Banna vestræna eftirlitsaðila

Robert Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe frá árinu 1980 þegar það hlaut sjálfstæði frá Bretum.
Robert Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe frá árinu 1980 þegar það hlaut sjálfstæði frá Bretum. MYND/AFP

Stjórnvöld í Zimbabwe hafa bannað eftirlitsaðilum frá vestrænum ríkjum að fylgjast með forsetakosningunum sem fara fram í landinu seinna í mánuðinum. Simbarashe Mumbengegwei utanríkisráðherra sagði að Afríkuríkjum yrði heimilað að senda eftirlitsmenn, eins og bandamönnum þeirra í Kína, Íran og Venesúela.

Robert Mugabe forseti heldur því fram að Vesturlönd reyni að koma honum frá völdum.

Tveir bjóða sig fram gegn Mugabe í kosningunum 29. mars. Simba Makoni, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Morgan Tsvangirai stjórnarandstöðuleiðtogi. Mugabe hefur kallað mótframbjóðendur sína „nornir" og „svikahrappa".

Mugabe hefur setið á forsetastóli frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Hann vonast til að í kosningunum tryggi hann sér sjötta kjörtímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×