Fleiri fréttir Al Kaída áformar hryðjuverk í Þýskalandi Hryðjuverkasamtökin Al Kaída áforma hryðjuverk í Þýskalandi samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Die Welt í dag. Blaðið vitnar í þýska aðstoðarinnanríkisráðherrann August Hanning. 8.2.2008 11:09 Sarkozy blæs nýju lífi í úthverfi Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er að leggja lokahönd á áætlun um að blása nýju lífi í úthverfi sem aðallega eru byggð innflytjendum. Meðal áforma er betri menntun og atvinnumöguleikar, sérstaklega fyrir ungt fólk. 8.2.2008 10:51 Byssumaður banaði fimm í ráðhúsi St. Louis Byssumaður skaut fimm manns til bana í ráðhúsi St. Louis í Bandaríkjunum og særði fjóra, þar á meðal borgarstjórann, áður en lögregla skaut hann banaskoti. Byssumaðurinn var þekktur fyrir að hafa óbeit á borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu réðist byssumaðurinn inn á fund í ráðhúsinu og öskraði „Skjótið borgarstjórann!" 8.2.2008 10:17 McCain biðlar til íhaldssamra repúblikana 8.2.2008 08:24 Sprengja banaði Bhutto 8.2.2008 08:16 Réðist að flugmönnum 8.2.2008 08:09 Mitt Romney hættur Mitt Romney hefur nú staðfest þann orðróm að hann sé hættur við að sækast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakostningar. Þetta kom fram í ræðu sem Romney hélt nú rétt í þessu. 7.2.2008 17:20 Höfuðlaust lík fannst í London Höfuðlaust lík manns fannst bakvið verslun í norðvesturhluta Lundúna í gær. Fyrstu rannsóknir benda til að höfuðið hafi verið tekið af eftir að maðurinn dó samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. 7.2.2008 16:34 Sprenging við skrifstofur Kaupþings í Lundúnum 7.2.2008 15:03 Jolie segir Íraka þurfa hjálp Óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie er í heimsókn í Írak í von um að þrýsta á lausn vandamála tveggja milljóna landflótta Íraka. Hún segir fólkið í þessu stríðshrjáða landi vera „mjög mjög varnarlaust” og tilraunir til að leysa vanda þeirra afar máttlausar. 7.2.2008 12:24 ÖSE sniðgengur forsetakosningar í Rússlandi Helsti kosningaeftirlitsaðili í Evrópu segist munu sniðganga forsetakosningar í Rússlandi sem fram fara 2. mars næstkomandi. Stjórn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur deilt við Rússa um stærð og umfang eftirlitsins. 7.2.2008 11:43 Tveir í haldi vegna morðsins á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir „mjög þýðingarmikla meinta hryðjuverkamenn” í tengslum við morðið á Benazir Bhutto stjórnarandstöðuleiðtoga. Tilkynning embættismanna í öryggismálum kemur á sama tima og 40 daga sorgartímabili lýkur í Pakistan vegna fráfalls Bhutto. Auk þess snúa nú tveir rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard til Pakistan á ný til að hjálpa til við rannsókn morðsins. 7.2.2008 11:17 Segir að Dodi hafi verið Díönu ótrúr Hljóðupptaka af símtali á milli Kelly Fisher fyrirsætu og fyrrverandi kærasta hennar Dodi Al Fayed var lögð fyrir réttarrannsóknina á dauða Díönu prinsessu í gær. Í símtalinu sem fyrirsætan tók upp segir hún að Dodi að hafi flogið með hana til St. Tropez þar sem hún hefði mátt dúsa í bát á daginn á meðan hann gerði sér dælt við Díönu. Síðan hafi hann eytt nóttunum með henni. 7.2.2008 10:40 Varar við ósigri í Afghanistan Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að ef verkefni NATO í Afghanistan misheppnist geti það leitt til hryðjuverkaárása á Vesturlöndum. Hann sagði að mörg mikilvæg viðfangsefni ætti eftir að leysa í Afghanistan en verkefnið væri ekki misheppnað. 7.2.2008 10:17 Clinton lánaði eigin kosningasjóð 330 milljónir Clinton lagði til fimm milljónir bandaríkjadala, rúmlega 330 milljónir íslenskra króna, í kosningasjóð sinn úr eigin vasa fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þá munu sumir lykilstarfsmenn kosningaframboðs hennar einnig hafa samþykkt að vinna launalaust í einn mánuð samkvæmt heimildum CNN sjónvarpsstöðvarinnar. 7.2.2008 09:27 Ómannúðlegt ástand i Kenía 7.2.2008 08:53 Condolezza Rice heimsækir Afganistan 7.2.2008 08:42 Börn þjálfuð í meðferð skot- og sprengjuvopna 7.2.2008 08:34 Sprengjuhótun á Kastrup flugvelli 7.2.2008 08:15 McCain vill stuðning öfga-íhaldsmanna 7.2.2008 08:08 Fór á strippbúllu í Reykjavík og borgaði með korti konunnar Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk. 6.2.2008 21:15 Hundrað almennir borgarar féllu í bardögunum í Tsjad Að minnsta kosti hundrað almennir borgarar féllu í átökum skæruliða og stjórnarhermanna í Afríkuríkinu Tsjad um síðustu helgi. Samtökin Læknar án landamæra halda þessu fram og segja einnig að um 700 manns hafi slasast í átökunum. 6.2.2008 20:58 Bandaríkin - 48 látnir eftir ofsaveður Björgunarsveitir leituðu í dag að fórnarlömbum ofsaveðurs og hvirfilbylgja í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem tekið hafa líf 48 manns og slasað meira en 100 til viðbótar. Veðrið gjöreyðilagði hús og stórskemmdi verslunarmiðstöð, auk þess var fjöldi manns fastur innan um brak á heimavistum og elliheimilum. Veðrið hefur gengið eitthvað niður í dag og færst austur. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur þó gefið út storm og hvirfilbyljaviðvörun svo enn er búist við slæmu veðri. 6.2.2008 16:50 Forseti Tsjad með fulla stjórn Idriss Deby forseti Tsjad sagði í dag að ríkisstjórnin hefði náð fullri stjórn á höfuðborginni D'Djamena og landinu öllu. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn kemur opinberlega fram síðan uppreisnarmenn réðust á borgina um síðustu helgi. 6.2.2008 16:11 Kvikmynd um einkalíf Putin Ný kvikmynd um einkalíf Vladimir Putin Rússlandsforseta verður brátt gefin út á DVD í Rússlandi. Myndin nefnist A Kiss - Off the record og er væntanlegur útgáfudagur Valentínusardagurinn, 14. febrúar. 6.2.2008 15:25 48 látnir og þúsundir flýja flóð í Bólivíu Að minnsta kosti 48 eru látnir og 40 þúsund hafa misst heimili sín í flóðum í Bólivíu í kjölfar hellirigninga síðustu vikna. Tvær ár í héruði sem verst varð úti í flóðunum flæddu yfir bakka sína og ógna nú samgönguæðum frá Trinidad, helstu borg héraðsins. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi og hafið björgunarstörf. 6.2.2008 15:11 Þingkosningar á Ítalíu 13. og 14. apríl Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á Ítalíu í dag að boða til þingkosninga í landinu dagana 13. og 14. apríl. 6.2.2008 12:57 Clinton og Obama vongóð Of jafnt er á milli Hillary Clinton og Barack Obama til að segja nokkuð um úrslit Demókrata, jafnvel ekki fyrr en eftir um mánuð. Öfugt við sigurvegara repúblíkana er sigur þess sem tilnefndur er fyrir Ddemókrata byggður á fjölda kjörmanna. 6.2.2008 11:42 Þing rofið og kosningar á Ítalíu í apríl Forseti ítalska þingsins, Giorgio Napolitano, rauf í dag þingið og er reiknað með að boðað verði til kosninga á næstu vikum, að líkindum um miðjan apríl. 6.2.2008 11:34 McCain lýsir yfir sigri John McCain hefur í fyrsta sinn talað um sig sem sigurvegara forkosninga Repúblíkana. „Ég held að við verðum að venjast tilhugsuninni um að við erum forsetaefni Repúblíkanaflokksins til forsetakosninga Bandaríkjanna. Og ég er bara ekki óánægður með það," sagði McCann blaðamönnum þegar niðurstöður voru enn að berast seint í gærkvöldi. 6.2.2008 11:13 Evrópska geimstöðin Colombus á loft Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða. 6.2.2008 10:30 Ekkert dregur úr ópíumræktinni í Afganistan Samkvæmt árlegri úttekt Sameinuðu þjóðanna mun ópíumframleiðslan í suðurhluta Afganistan aukast í ár frá fyrra ári. 6.2.2008 09:23 Óveður verður 22 að bana í Bandaríkjunum Að minnsta kosti 22 eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir ofsaveður og hvirfilbyli sem geisuðu í suðurríkjum Bandaríkjanna í gær. Þau ríki sem verst urðu úti voru Arkansas, Tennesse og Kentucky. Forkosningarnar voru í fullum gangi í þessum ríkjum þegar veðrið skall á og þurfti að loka mörgum kjörstöðum snemma af þeim sökum 6.2.2008 08:56 Andrew Bretaprins gagnrýnir stríðsreksturinn í Írak Andrew Bretaprins hefur gagnrýnt stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og segir að þar hefði margt mátt betur fara. 6.2.2008 07:53 Rottuplága herjar á fjölskyldur í Helsingör Fjórar fjölskyldur sem áttu heima í fjölbýlishúsi Í Helsingör í Danmörku hafa enn ekki getað flutt aftur heim til sín eftir að rottuplága kom upp í húsinu í lok síðasta sumars. 6.2.2008 07:49 Gúrúinn Maharishi Makesh er látinn Einn þekktasti gúrú heims Indverjinn Maharishi Makesh er látinn 91 ára að aldri. 6.2.2008 06:55 Clinton og McCain eru sigurvegarar forkosninganna í nótt Bandarískir fjölmiðlar segja nú að John McCain og Hillary Clinton hafi unnið forkosningarnar í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, þótt enn eigi eftir að telja þar töluverðan hluta atkvæða. 6.2.2008 06:13 Obama vann í Georgíu Barack Obama sigraði í forkosningum í Georgíu hjá Demókrötum samkvæmt útgönguspám að því er CNN greinir frá. Mjótt er á munum hjá Repúblikönum og of snemmt að segja til um úrslitin þar. 6.2.2008 00:03 Milljónir Bandaríkjamanna ganga til kosninga í 24 ríkjum Búist er við góðri kjörsókn víðast hvar verið í forkosningunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Íbúar 24 ríkja hópast nú á kjörstaði til þess að taka þátt í að velja forsetabrambjóðanda fyrir demókrata og repúblikana. Í kosningunum fá frambjóðendur úthlutað kjörmönnum sem á endanum munu síðan velja frambjóðenda. Um 42 prósent kjörmanna verða valdir í dag og er talið líklegt að niðurstöðurnar skeri úr um hver hljóti tilnefninguna hjá repúblikönum. Margt bendir til þess að úrslitin í nótt verði á þá leið að John McCain nái að sigra Mitt Romney og hljóta þar með tilnefningu síns flokks. 5.2.2008 22:41 Huckabee vann í Vestur Virginíu Fyrstu úrslit í forkosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í dag í 24 fylkjum eru kunn. Samkvæmt útgönguspám var það predikarinn fyrrverandi Mike Huckabee sem sigraði í Vestur Virginíu. 5.2.2008 19:47 Ný ofurhraðlest kynnt í Frakklandi Franski tæknirisinn Alstom kynnti í dag nýja hraðlest sem getur ferðast á allt að 360 kílómetra hraða á klukkustund og á því að verða ein sú hraðskreiðasta í heimi. 5.2.2008 16:19 Leita að flutningaskipi á Rauðahafi Björgunarmenn frá Egyptalandi leita nú að flutningaskipi sem saknað hefur verið í nokkra daga. 5.2.2008 15:28 Óeirðir í Mósambík vegna hækkandi strætisvagnagjalda Til óeirða kom í morgun í ýmsum borgum Mósambík, meðal annars í höfuðborginni Maputo, þegar þúsundir mótmæltu verðhækkun á fargjöldum strætisvagna á götum úti. 5.2.2008 14:51 Fá bætur frá Ryanair vegna auglýsingar Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair var í dag dæmt til að greiða Nicolas Sarkozy og eiginkonu hans, Cörlu Bruni, fyrir að birta mynd af parinu í auglýsingu án leyfis. 5.2.2008 14:35 New Orleans búar fagna Mardi Gras Íbúar í New Orleans fagna í dag hinni árlegu Mardi Gras hátíð sem fer fram á götum borgarinnar. 5.2.2008 14:22 Sjá næstu 50 fréttir
Al Kaída áformar hryðjuverk í Þýskalandi Hryðjuverkasamtökin Al Kaída áforma hryðjuverk í Þýskalandi samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Die Welt í dag. Blaðið vitnar í þýska aðstoðarinnanríkisráðherrann August Hanning. 8.2.2008 11:09
Sarkozy blæs nýju lífi í úthverfi Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er að leggja lokahönd á áætlun um að blása nýju lífi í úthverfi sem aðallega eru byggð innflytjendum. Meðal áforma er betri menntun og atvinnumöguleikar, sérstaklega fyrir ungt fólk. 8.2.2008 10:51
Byssumaður banaði fimm í ráðhúsi St. Louis Byssumaður skaut fimm manns til bana í ráðhúsi St. Louis í Bandaríkjunum og særði fjóra, þar á meðal borgarstjórann, áður en lögregla skaut hann banaskoti. Byssumaðurinn var þekktur fyrir að hafa óbeit á borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu réðist byssumaðurinn inn á fund í ráðhúsinu og öskraði „Skjótið borgarstjórann!" 8.2.2008 10:17
Mitt Romney hættur Mitt Romney hefur nú staðfest þann orðróm að hann sé hættur við að sækast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakostningar. Þetta kom fram í ræðu sem Romney hélt nú rétt í þessu. 7.2.2008 17:20
Höfuðlaust lík fannst í London Höfuðlaust lík manns fannst bakvið verslun í norðvesturhluta Lundúna í gær. Fyrstu rannsóknir benda til að höfuðið hafi verið tekið af eftir að maðurinn dó samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. 7.2.2008 16:34
Jolie segir Íraka þurfa hjálp Óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie er í heimsókn í Írak í von um að þrýsta á lausn vandamála tveggja milljóna landflótta Íraka. Hún segir fólkið í þessu stríðshrjáða landi vera „mjög mjög varnarlaust” og tilraunir til að leysa vanda þeirra afar máttlausar. 7.2.2008 12:24
ÖSE sniðgengur forsetakosningar í Rússlandi Helsti kosningaeftirlitsaðili í Evrópu segist munu sniðganga forsetakosningar í Rússlandi sem fram fara 2. mars næstkomandi. Stjórn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur deilt við Rússa um stærð og umfang eftirlitsins. 7.2.2008 11:43
Tveir í haldi vegna morðsins á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir „mjög þýðingarmikla meinta hryðjuverkamenn” í tengslum við morðið á Benazir Bhutto stjórnarandstöðuleiðtoga. Tilkynning embættismanna í öryggismálum kemur á sama tima og 40 daga sorgartímabili lýkur í Pakistan vegna fráfalls Bhutto. Auk þess snúa nú tveir rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard til Pakistan á ný til að hjálpa til við rannsókn morðsins. 7.2.2008 11:17
Segir að Dodi hafi verið Díönu ótrúr Hljóðupptaka af símtali á milli Kelly Fisher fyrirsætu og fyrrverandi kærasta hennar Dodi Al Fayed var lögð fyrir réttarrannsóknina á dauða Díönu prinsessu í gær. Í símtalinu sem fyrirsætan tók upp segir hún að Dodi að hafi flogið með hana til St. Tropez þar sem hún hefði mátt dúsa í bát á daginn á meðan hann gerði sér dælt við Díönu. Síðan hafi hann eytt nóttunum með henni. 7.2.2008 10:40
Varar við ósigri í Afghanistan Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að ef verkefni NATO í Afghanistan misheppnist geti það leitt til hryðjuverkaárása á Vesturlöndum. Hann sagði að mörg mikilvæg viðfangsefni ætti eftir að leysa í Afghanistan en verkefnið væri ekki misheppnað. 7.2.2008 10:17
Clinton lánaði eigin kosningasjóð 330 milljónir Clinton lagði til fimm milljónir bandaríkjadala, rúmlega 330 milljónir íslenskra króna, í kosningasjóð sinn úr eigin vasa fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þá munu sumir lykilstarfsmenn kosningaframboðs hennar einnig hafa samþykkt að vinna launalaust í einn mánuð samkvæmt heimildum CNN sjónvarpsstöðvarinnar. 7.2.2008 09:27
Fór á strippbúllu í Reykjavík og borgaði með korti konunnar Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk. 6.2.2008 21:15
Hundrað almennir borgarar féllu í bardögunum í Tsjad Að minnsta kosti hundrað almennir borgarar féllu í átökum skæruliða og stjórnarhermanna í Afríkuríkinu Tsjad um síðustu helgi. Samtökin Læknar án landamæra halda þessu fram og segja einnig að um 700 manns hafi slasast í átökunum. 6.2.2008 20:58
Bandaríkin - 48 látnir eftir ofsaveður Björgunarsveitir leituðu í dag að fórnarlömbum ofsaveðurs og hvirfilbylgja í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem tekið hafa líf 48 manns og slasað meira en 100 til viðbótar. Veðrið gjöreyðilagði hús og stórskemmdi verslunarmiðstöð, auk þess var fjöldi manns fastur innan um brak á heimavistum og elliheimilum. Veðrið hefur gengið eitthvað niður í dag og færst austur. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur þó gefið út storm og hvirfilbyljaviðvörun svo enn er búist við slæmu veðri. 6.2.2008 16:50
Forseti Tsjad með fulla stjórn Idriss Deby forseti Tsjad sagði í dag að ríkisstjórnin hefði náð fullri stjórn á höfuðborginni D'Djamena og landinu öllu. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn kemur opinberlega fram síðan uppreisnarmenn réðust á borgina um síðustu helgi. 6.2.2008 16:11
Kvikmynd um einkalíf Putin Ný kvikmynd um einkalíf Vladimir Putin Rússlandsforseta verður brátt gefin út á DVD í Rússlandi. Myndin nefnist A Kiss - Off the record og er væntanlegur útgáfudagur Valentínusardagurinn, 14. febrúar. 6.2.2008 15:25
48 látnir og þúsundir flýja flóð í Bólivíu Að minnsta kosti 48 eru látnir og 40 þúsund hafa misst heimili sín í flóðum í Bólivíu í kjölfar hellirigninga síðustu vikna. Tvær ár í héruði sem verst varð úti í flóðunum flæddu yfir bakka sína og ógna nú samgönguæðum frá Trinidad, helstu borg héraðsins. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi og hafið björgunarstörf. 6.2.2008 15:11
Þingkosningar á Ítalíu 13. og 14. apríl Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á Ítalíu í dag að boða til þingkosninga í landinu dagana 13. og 14. apríl. 6.2.2008 12:57
Clinton og Obama vongóð Of jafnt er á milli Hillary Clinton og Barack Obama til að segja nokkuð um úrslit Demókrata, jafnvel ekki fyrr en eftir um mánuð. Öfugt við sigurvegara repúblíkana er sigur þess sem tilnefndur er fyrir Ddemókrata byggður á fjölda kjörmanna. 6.2.2008 11:42
Þing rofið og kosningar á Ítalíu í apríl Forseti ítalska þingsins, Giorgio Napolitano, rauf í dag þingið og er reiknað með að boðað verði til kosninga á næstu vikum, að líkindum um miðjan apríl. 6.2.2008 11:34
McCain lýsir yfir sigri John McCain hefur í fyrsta sinn talað um sig sem sigurvegara forkosninga Repúblíkana. „Ég held að við verðum að venjast tilhugsuninni um að við erum forsetaefni Repúblíkanaflokksins til forsetakosninga Bandaríkjanna. Og ég er bara ekki óánægður með það," sagði McCann blaðamönnum þegar niðurstöður voru enn að berast seint í gærkvöldi. 6.2.2008 11:13
Evrópska geimstöðin Colombus á loft Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða. 6.2.2008 10:30
Ekkert dregur úr ópíumræktinni í Afganistan Samkvæmt árlegri úttekt Sameinuðu þjóðanna mun ópíumframleiðslan í suðurhluta Afganistan aukast í ár frá fyrra ári. 6.2.2008 09:23
Óveður verður 22 að bana í Bandaríkjunum Að minnsta kosti 22 eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir ofsaveður og hvirfilbyli sem geisuðu í suðurríkjum Bandaríkjanna í gær. Þau ríki sem verst urðu úti voru Arkansas, Tennesse og Kentucky. Forkosningarnar voru í fullum gangi í þessum ríkjum þegar veðrið skall á og þurfti að loka mörgum kjörstöðum snemma af þeim sökum 6.2.2008 08:56
Andrew Bretaprins gagnrýnir stríðsreksturinn í Írak Andrew Bretaprins hefur gagnrýnt stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og segir að þar hefði margt mátt betur fara. 6.2.2008 07:53
Rottuplága herjar á fjölskyldur í Helsingör Fjórar fjölskyldur sem áttu heima í fjölbýlishúsi Í Helsingör í Danmörku hafa enn ekki getað flutt aftur heim til sín eftir að rottuplága kom upp í húsinu í lok síðasta sumars. 6.2.2008 07:49
Gúrúinn Maharishi Makesh er látinn Einn þekktasti gúrú heims Indverjinn Maharishi Makesh er látinn 91 ára að aldri. 6.2.2008 06:55
Clinton og McCain eru sigurvegarar forkosninganna í nótt Bandarískir fjölmiðlar segja nú að John McCain og Hillary Clinton hafi unnið forkosningarnar í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, þótt enn eigi eftir að telja þar töluverðan hluta atkvæða. 6.2.2008 06:13
Obama vann í Georgíu Barack Obama sigraði í forkosningum í Georgíu hjá Demókrötum samkvæmt útgönguspám að því er CNN greinir frá. Mjótt er á munum hjá Repúblikönum og of snemmt að segja til um úrslitin þar. 6.2.2008 00:03
Milljónir Bandaríkjamanna ganga til kosninga í 24 ríkjum Búist er við góðri kjörsókn víðast hvar verið í forkosningunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Íbúar 24 ríkja hópast nú á kjörstaði til þess að taka þátt í að velja forsetabrambjóðanda fyrir demókrata og repúblikana. Í kosningunum fá frambjóðendur úthlutað kjörmönnum sem á endanum munu síðan velja frambjóðenda. Um 42 prósent kjörmanna verða valdir í dag og er talið líklegt að niðurstöðurnar skeri úr um hver hljóti tilnefninguna hjá repúblikönum. Margt bendir til þess að úrslitin í nótt verði á þá leið að John McCain nái að sigra Mitt Romney og hljóta þar með tilnefningu síns flokks. 5.2.2008 22:41
Huckabee vann í Vestur Virginíu Fyrstu úrslit í forkosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í dag í 24 fylkjum eru kunn. Samkvæmt útgönguspám var það predikarinn fyrrverandi Mike Huckabee sem sigraði í Vestur Virginíu. 5.2.2008 19:47
Ný ofurhraðlest kynnt í Frakklandi Franski tæknirisinn Alstom kynnti í dag nýja hraðlest sem getur ferðast á allt að 360 kílómetra hraða á klukkustund og á því að verða ein sú hraðskreiðasta í heimi. 5.2.2008 16:19
Leita að flutningaskipi á Rauðahafi Björgunarmenn frá Egyptalandi leita nú að flutningaskipi sem saknað hefur verið í nokkra daga. 5.2.2008 15:28
Óeirðir í Mósambík vegna hækkandi strætisvagnagjalda Til óeirða kom í morgun í ýmsum borgum Mósambík, meðal annars í höfuðborginni Maputo, þegar þúsundir mótmæltu verðhækkun á fargjöldum strætisvagna á götum úti. 5.2.2008 14:51
Fá bætur frá Ryanair vegna auglýsingar Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair var í dag dæmt til að greiða Nicolas Sarkozy og eiginkonu hans, Cörlu Bruni, fyrir að birta mynd af parinu í auglýsingu án leyfis. 5.2.2008 14:35
New Orleans búar fagna Mardi Gras Íbúar í New Orleans fagna í dag hinni árlegu Mardi Gras hátíð sem fer fram á götum borgarinnar. 5.2.2008 14:22