Fleiri fréttir

Lækning við kvefi á næsta leiti

Breskir vísindamenn eru nú vongóðir um að fundist geti lækning við kvefi. Þeim tókst nýlega að smita erfðabreytta mús með kvefi þannig að auðveldara verður í framtíðinni að prófa ný kvefmeðul.

Gafst upp á bráðabirgðastjórn á Ítalíu

Franco Marini forseti ítalska þingsins hefur gefist upp við að mynda bráðabirgðastjórn í landinu en honum var falið það verkefni eftir að Romano Prodi sagði af sér sem forsætisráðherra.

Páfinn hefur áhyggjur af fækkun nunna og munka

Samkvæmt upplýsingum frá Vatikaninu hefur kaþólskum nunnum og munkum fækkað mikið á milli áranna 2005 og 2006 eða um 10% og fór fjöldi þeirra í lok tímabilsins niður fyrir eina milljón manns.

Skortur á heimilislæknum hrjáir Dani

Yfir 100.000 Danir hafa nú ekki aðgang að heimilislækni í heimabæ eða borg sinni. Nær 70 læknastofur í landinu standa nú auðar sökum skorts á heimilslæknum.

Clinton og Obama hnífjöfn en McCain með þægilegt forskot

Spennan magnast með hverri klukkustundinni en nú er rúmur sólarhringur þangað til hægt verður að segja til með nokkurri vissu hvaða tveir frambjóðendur munu berjast í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Á morgun verður kosið í rúmlega tuttugu ríkjum í forvali þar sem fulltrúar demókrata og republikana takast á um hver þeirra hlýtur tilnefningu. Þó getur svo farið að línur verði ekki að fullu ljósar eftir úrslit morgundagsins.

Þúsundir flýja höfuðborg Tsjad

Mörg þúsund íbúar hafa flúið höfuðborg Tsjad í dag eftir hörð átök síðustu daga. Stjórnarher landsins tókst í morgun að leysa umsátur uppreisnarmanna í kringum forsetahöllina í höfuðborginni og segist hafa rekið þá á flótta. Uppreisnarmenn segjast hins vegar hafa dregið sig til baka í úthverfi borgarinnar til að skipuleggja frekari áhlaup. Enn er barist í úthverfunum og segja vitni fjölmörg lík liggja á götum úti.

Alvöru nágrannaerjur

Fyrir sextán árum setti ungverskur prófessor upp einfalda loftnetsstöng á raðhúsi sínu í Bergen í Noregi. Hann vildi geta talað við fjölskyldu sína í heimalandinu um stuttbylgju-talstöð.

15 ára drengur hálshöggvinn í Saudi Arabíu

Fjölskylda fimmtán ára drengs í Saudi-Arabíu sem var hálshöggvinn fyrir morð vill fá bætur frá ríkinu á þeim forsendum að aftaka hans brjóti í bága við lög.

100 þúsund börn í fangelsi í Bandaríkjunum

Yfir 100 þúsund börn sitja í fagelsum í Bandaríkjunum, mörg fyrir litlar sakir. Bandaríska dagblaðið Chicago Tribune hefur skrifað greinaflokk um ástandið sem blaðið segir að sé skelfileg.

Gjald á auka handfarangur í flugi

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að krefja farþega um aukagjald ef þeir hafa með sér meira en eina tösku í handfarangur.

Norræni kvikmyndasjóðurinn stækkar

Fjármögnunarmöguleikar norrænna kvikmyndafyrirtækja aukast nú til muna þegar tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar ganga til liðs við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn.

Bandaríkjamenn óttast íranska eldflaug

Bandaríkjamenn eru nokkuð órólegir vegna eldflaugar sem Íranar skutu á loft í dag. Íranar segja að þeir ætli að nota flaugina til þess að skjóta á loft gervihnöttum.

Hinn týndi floti Hitlers fundinn

Þrír þýskir kafbátar úr síðari heimsstyrjöldinni eru fundnir á botni Svartahafs. Kafbátarnir tilheyrðu flotadeild sex kafbáta sem voru fluttir meira en 3000 kílómetra landleiðina frá Þýskalandi, til þess að herja á rússnesk skip á Svartahafi.

Fimm dýrustu bílar í heimi

Tímaritið Forbes hefur birt lista yfir fimm dýrustu bíla heimsins. Enginn nýr bíll er á þeim lista, heldur aðeins gamlir eðalvagnar sem hafa selst fyrir metfé á uppboðum.

Furðulegt nýtt spendýr fannst í Tanzaníu

Vísindamenn hafa fundið furðulegt nýtt spendýr af nagdýraætt í fjöllum Tanzaníu. Skepnan hefur hlotið latneska heitið Rhynochocyon udzungwensis og er lýst sem blöndu af lítilli antilópu og smávaxinni mauraætu.

Níu látnir í bruna í Þýskalandi

Níu manns, þar á meðal fimm börn, eru látnir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi borginni Luwigshafen í vesturhluta Þýskalands.

Spice Girls stoppa tónleikaferð sína um heiminn

Spice Girls hafa aflýst því sem eftir er af tónleikaferðalagi þeirra um heiminn. Ástæðu þessa segja Kryddpíurnar vera önnur verkefni sem hafi forgang þar á meðal fjölskyldulíf þeirra.

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood að ljúka

Skriður er nú kominn á samningaviðræður handritshöfunda og kvikmyndaframleiðslufyrirtækja í Hollywood. Töluverð bjartsýni ríkir í báðum herbúðum um að samkomulag sé í augsýn, jafnvel innan viku.

Fundu 2,5 tonn af kókaíni í flutningaskipi

Tollverðir og lögregla í Afríkuríkinu Líberíu lögðu hald á metmagn af kókaíni um helgina er þeir réðust um borð í flutningaskip undan ströndum landsins. Um borð voru 2,5 tonn af kókaíni.

Mikil spenna fyrir forkosningarnar á morgun

Á morgun þriðjudag gæti orðið ljóst hverjir verða frambjóðendur demókrata og repúblikana í forsetakosningunum seint á þessu ári í Bandaríkjunum. Kosið verður í 24 ríkjum þar á meðal tveimur hinna fjölmennustu, Kaliforníu og New York.

Tadic sigurvegari forsetakosninga í Serbíu

Núverandi forseti Serbíu Boris Tadic hlaut meira en 50 prósent atkvæða í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu í dag. Kosningaþátttaka var sú mesta frá árinu 2000. Keppinautur hans Tomislav Nikolic viðurkenndi ósigur.

38 látast í jarðskjálfta í Rúanda og Kongó

Tveir snarpir jarðskjálftar urðu að minnsta kosti 38 manns að bana í Afríkuríkjunum Rúanda og Kongó í dag. Skjálftarnir voru 5,0 og 6,0 á Richter og urðu á virku eldfjallasvæði í afríska sprungudalnum. Auk þeirra sem létu lífið slösuðust að minnsta kosti 550.

Hvalur drapst í höfn í Ísrael

Ekki tókst að bjarga langreyði sem svamlaði inn í olíuhöfn í borginni Ashkelon í Ísrael í gær. Hvalurinn synti um í höfninni og þó að í fyrstu tækist að koma honum út í Miðjarðarhaf þá fór hann aftur inn í höfnina. Þar synti hann um stund en gaf svo upp öndina.

Átta létust þegar bygging hrundi á Indlandi

Átta manns létu lífið á Indlandi þegar fjögurra hæða bygging hrundi í dag. Að minnsta kosti tólf slösuðust. Grunnur sem var verið að grafa í grenndinni virðist hafa veikt undirstöðu byggingarinnar, sem í var banki og hótel.

Egyptar búnir að loka fyrir gat á landamærum

Egyskir hermenn lokuðu í dag síðasta gatinu í landamæramúrnum við Gaza. Hamas-liðar, sem sprengdu op í múrinn fyrir ellefu dögum, stóðu nú við landamærin og bönnuðu Palestínumönnum að fara yfir til Egyptalands.

Dregur saman með Clinton og Obama

Barack Obama og Hillary Clinton njóta svipaðs stuðnings meðal Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnun sem Washington Post birtir í dag. Clinton er samkvæmt könnuninni með 47 prósent stuðning en Obama 43 prósent.

Forsetakosningar í Serbíu í dag

Serbar velja sér forseta í almennum kosningum í dag. Valið stendur á milli núverandi forseta, Boris Tadic, og frambjóðanda þjóðernissinna, Tomislav Nikolic. Tadic er hlynntur nánari samvinnu við Evrópusambandið en Nikolic lítur í austur, og vill aukið samstarf við Rússa.

Egyptar loka landamærum við Gaza

Egypskir hermenn hófu í morgun vinnu við að loka landamærunum við Gaza ströndina. Hamas-liðar, sem ráða lögum og lofum í Gaza, sprengdu gat á landamæramúrinn fyrir ellefu dögum. Nú standa menn samtakanna við opið og meina fólki að fara yfir til Egyptalands.

Sex létust í sprengjuárás á Sri Lanka

Að minnsta kosti sex létu lífið og 85 særðust í sprengingu á lestarstöðinni í Colombo höfuðborg Sri Lanka í morgun. Lögregla segir að kona búin sjálfsmorðssprengjubúnaði hafi sprengt sjálfa sig í loft upp þegar farþegalest nam staðar á lestarpalli. Talið er að Tamíl-tígrar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á norðanverðri eynni, hafi staðið fyrir tilræðinu.

Frakkar koma 400 útlendingum frá Tsjad

Franski herinn hefur komið 400 útlendingum frá Tsjad, að sögn franska varnarmálaráðherrans Herve Morin. Fólkið fór með samtals fjórum flugvélum frá flugvellinum í N'Djamena, höfuðborg Tsjad. Uppreisnarmenn hafa nú umkringt forsetahöllina þar sem Deby forseti og menn hans hafa búist til varnar. Byssushvellir og sprengjugnýr berst þaðan.

Fljótfærni að McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra

Alipio Ribeiro yfirmaður rannsóknarlögreglu Portúgals segir að rannsóknarlögreglumenn hafi verið of fljótir á sér að skilgreina foreldra Madeleine McCann sem grunaða í málinu. Kate og Gerry McCann fengu réttarstöðu grunaðra fjórum mánuðum eftir að dóttir þeirra hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz í Portúgal.

Bæjarstjóri stal hundi og sagði af sér

Bæjarstjóri í bænum Alice í Texas hefur sagt af sér eftir að hafa haldið hundi nágranna sins í leyfisleysi. Grace Saenz-Lopez laug því auk þess að hundurinn af Shih Tzu kyni hefði drepist. Nágrannarnir höfðu beðið Grace bæjarstjóra að líta eftir Puddles á meðan þau fóru í frí. Á meðan þau voru í burtu hringdi hún í þau og sagði að hann væri dauður.

Fimm létust í skotárás í Chicago

Byssumaður sem skaut og myrti fimm konur í fataverslun í verslunarmiðstöð í úthverfi Chicagoborgar gengur laus samkvæmt upplýsingum lögreglu. Verið er að rannsaka vettvang skotárásarinnar í Brookside verslunarmiðstöðinni í Tinley Park í Illinois.

Þrír létust í verslunarmiðstöð í S-Afríku

Þrír létust þegar veggur hrundi í verslunarmiðstöð í Suður-Afríku. Veggur á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar í Jóhannesaborg og hrundi ofan á bíla samkvæmt heimildum embættismanna í dag. Björgunarmenn náðu sex mánaða gömlu barni úr einum bílnum. Það hlaut einungis minniháttar meiðsl en 13 ára farþegi í sama bíl slasaðist alvarlega.

Sea Shepherd-liðum fagnað eftir mótmæli á hvalveiðum

Skipið Steve Irwin, nefnt eftir ástralska dýravininum, sigldi inn í höfnina í Melbourne í morgun. Sea Shepherd menn eru búnir að elta uppi og áreita japanska hvalveiðiflotann í suðurhöfum undanfarna daga. Paul Watson skipstjóri og leiðtogi samtakanna stóð fyrir spellvirkjum á hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn fyrir rúmum tuttugu árum. Í dag var honum hins vegar fagnað sem hetju í Ástralíu.

Sjá næstu 50 fréttir