Fleiri fréttir Fjórum gíslum sleppt - Einn enn í haldi ABC fréttastofan greinir frá því að fimm hafi verið á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire þegar maður sem kveðst vopnaður sprengju réðst til inngöngu og tók fókið í gíslingu fyrr í kvöld. Maðurinn hefur síðan látið fjóra gísla lausa, eitt barn, eina konu og tvo menn. Einn maður er enn í haldi gíslatökumannsins, samkvæmt heimildum ABC. 30.11.2007 19:32 Lánahneyksli í Bandaríkjunum skekur Noreg Nokkur norsk sveitarfélög sjá fram á stórtap eftir að hafa fjárfest í skuldabréfum sem tengjast húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Terra verðbréf fékk fjögur sveitarfjélög í Norður Noregi til að festa fé sitt í því sem virtist vera aðlaðandi verðbréfapakki frá Citigroup. Þeir settu sem svarar rúmlega fjörtíu milljörðum íslenskra króna í viðskiptin. 30.11.2007 18:14 Kjarnorkufundur Íran og ESB skilaði litlu Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Javier Solana, segir að fundur hans með aðal samningamanni Írana í kjarnorkumálum hafi engu skilað og segist hann hafa orðið fyrir vongbrigðum. Talsmaður Írana segir hins vegar að viðræðurnar hafi gengið vel. Viðræðurnar voru sagðar skipta miklu máli því þær myndu hafa áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra um frekari refsiaðgerðir gegn Íran. 30.11.2007 16:47 Leiðtogi stjórnarandstöðu í Georgíu sækir um hæli í Þýskalandi Irakly Okruashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunni í Georgíu, hefur sótt um hæli í Þýskalandi eftir að yfirvöld í Georgíu gáfu út handtökuskipun á hendur honum. 30.11.2007 13:38 Átak gegn rapptónlist Írönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu sér að hefja sérstakt átak gegn rapp tónlist, sem þau telja hinn mesta skaðvald. 30.11.2007 08:04 Osama bin Laden aðvarar NATO ríki Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hvetur NATO ríki í Evrópu til að hætta allri samvinnu við Bandaríkjamenn um hernað í Afganistan, á nýrri hljóðupptöku, 30.11.2007 07:54 Fimmtíu og sex fórust í flugslysi í Tyrklandi Allir fimmtíu og sex, sem um borð voru, fórust þegar flugvél hrapaði í suðvestur hluta Tyrklands í nótt. 30.11.2007 06:59 Vill endurvinna traust Frakka Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar að endurvinna traust sitt á meðal almennings en það hefur beðið hnekki vegna vikulangra verkfalla og óeirða í úthverfum Parísarborgar. 30.11.2007 06:52 Rodney King skotinn Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles á 1994, en það leiddi til óeirða í borginni, var skotinn í kvöld. Skotsárin eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu. 29.11.2007 21:30 Neyðarlögum aflétt 16. desember Pervez Musharraf forseti Pakistans tilkynnti í dag að neyðarlögum yrði aflétt í landinu 16. desember næstkomandi. 29.11.2007 16:43 Farðu frekar í teygjustökk Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum. 29.11.2007 16:10 Löggan lærir pólsku Lögregluþjónar í Lincolnshire í Bretlandi munu hefja pólskunám í febrúar næstkomandi. 29.11.2007 15:44 Barnaníðingar með öðruvísi heila Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. 29.11.2007 14:52 Mæðurnar berja börnin Umfangsmikil norsk rannsókn sýnir að mæður beita börn sín mun oftar líkamlegum refsingum en feðurnir. 29.11.2007 13:34 Rólegt í úthverfum Parísar í nótt Rólegt var í úthverfum Parísar í nótt eftir óeirðir fyrr í vikunni. 29.11.2007 13:00 Úransmyglarar handteknir Lögreglan í Slóvakíu og Ungverjalandi handtók í dag þrjá menn og gerði upptækt eitt kíló af geislavirku efni sem fjölmiðlar segja að sé auðgað úran. 29.11.2007 12:51 Formleg ákæra í bangsamálinu Breska kennslukonan Gillian Gibbons sem hefur verið sökuð um að móðga spámann múslima kom fyrir rétt í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag. 29.11.2007 10:57 Gáfust upp eftir umsátur við hótel í Manila Hópur hermanna, sem lagði undir sig lúxushótel í Manila á Filippseyjum snemma í morgun, gafst upp eftir að filippseyski stjórnarherinn réðst til inngöngu á hótelið. 29.11.2007 10:19 Pósthúsi í Danmörku lokað vegna torkennilegs efnis í bréfi Fimm manns hafa verið settir í einagrun og þrjátíu manns voru fluttir út af pósthúsi í Hörsholm á Norður-Sjálandi í Danmörku eftir að torkennilegt hvítt lak úr bréfi sem barst pósthúsinu. 29.11.2007 09:26 Hermenn flýja dóm og leggja undir sig hótel Umsátursástand ríkir nú við lúxushótel í Manila á Filippseyjum sem nokkrir tugir hermanna hafa lagt undir sig. 29.11.2007 09:14 Musharraf sór forsetaeið Pervez Musharraf sór forsetaeið að nýju í borginni Islamabad í Pakistan í morgun. 29.11.2007 08:28 Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. 29.11.2007 08:24 Lést þegar farsímarafhlaða sprakk Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú andlát manns sem sagður er hafa látist þegar farsímarafhlaða sprakk. Maðurinn fannst látinn á vinnustað sínum með bráðnaða rafhlöðu í skyrtuvasa sínum og sár á lunga og hjarta. Talsmenn farsímaframleiðandans LG segja að farsíminn hafi verið þaulprófaður og einungis seldur í Kóreu en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Einungis eru fjórir mánuðir frá því að maður lést í Kína þegar farsími sprakk. 29.11.2007 08:17 Vill sameiginlega Evrópulöggjöf um skotvopn Ríki innan Evrópusambandsins ættu að taka upp sameiginlega vopnalöggjöf að mati Arlene McCarthy bresks þingmanns á Evrópuþinginu. 29.11.2007 08:12 Breski Verkamannaflokkurinn verst ásökunum um fjármálasvik Stjórnarandstæðingar í Bretlandi þrýsta nú mikið á að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, fái lögregluaðstoð til að kanna ásakanir um fjársterkir aðilar hafi styrkt Verkamannaflokkinn með ólögmætum hætti. 29.11.2007 08:02 Heilbrigðismál eru helsta bitbein demókrata Eitt mesta deilumál demókrata fyrir forkosningarnar um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst um heilbrigðismál. Hillary Clinton forsetaframbjóðandi segir helsta andstæðing sinn, Barack Obama hafa óskýra stefnu í málaflokknum. 29.11.2007 07:01 Negrastrákum Agötu Christie úthýst í Ohio Leikriti Agötu Christie Tíu litlir negrastrákar, hefur verið úthýst í menntaskóla í Ohio í Bandaríkjunum. 28.11.2007 16:24 Óeirðaseggir verða dregnir fyrir dóm Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hét því að draga þá sem skotið hefðu á lögregluna í óeirðum í París síðustu kvöld fyrir dóm. 28.11.2007 14:27 Vill senda flóttamenn til Grænlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku vill senda fleiri flóttamenn til Grænlands. 28.11.2007 14:16 Dýr myndi hænan öll Egg eftir rússneska skartgripahönnuðinn Peter Carl Fabergé verður selt á uppboði í Lundúnum í dag. 28.11.2007 13:00 Skotinn fyrir að hringja til útlanda Norður-Kóreskur verksmiðjustjóri var tekinn af lífi frammifyrir 150 þúsund áhorfendum fyrir að hringja til útlanda. 28.11.2007 11:24 Ætluðu að sprengja sendiráð í Osló Norska lögreglan hefur staðfest að til hafi staðið að sprengja sendiráð Ísraels og Egyptalands í Osló í loft upp árið 1979. 28.11.2007 10:49 Maður með heimþrá Rússneskur maður stal tertu af konu á götu í Moskvu í gær. Hann bað hana svo að hringja í lögregluna og kæra verknaðinn. 28.11.2007 10:09 Blackwater málaliðum stefnt Blackwater málaliðar eru sakaðir um að hafa hundsað skipanir og yfirgefið herstöðvar sínar rétt áður en þeir hófu árás sem varð 17 íröskum borgurum að bana á Nisoor torgi í Bagdad í september. 28.11.2007 08:06 Musharraf lét af embætti hershöfðingja landsins í morgun Pervez Musharraf forseti Pakistan lét í morgun af embætti hershöfðingja landsins við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum hersins í Pakistan. Sá sem tekur við af Musharraf heitir Ashfaq Pervez Kiani. Við athöfnina sagði Musharraf að hann væri stoltur yfir því að hafa stjórnað svo miklu afli sem herinn væri. 28.11.2007 08:00 Segir erfðabreytt matvæli hentugri en lífrænt ræktuð Erfðabreytt matvæli eru yfirleitt hentugri en matvæli sem eru lífrænt ræktuð, sagði David King, helsti vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, í gær. King sagði það ljóst að áhyggjur manna af erfðabreyttum matvælum ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagði jafnframt að mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar myndu hafa neikvæð áhrif á landsvæði sem nýtt er til matarræktar. Því gæti erfðafræði verið góð lausn til að tryggja nægt framboð af matvælum í framtíðinni. 28.11.2007 07:01 Stjórnvöld í Frakklandi halda neyðarfund Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti heldur í dag neyðarfund með æðstu embættismönnum sínum. 28.11.2007 06:58 Bangsakennarinn orðin tilefni milliríkjadeilu Mál breska kennarans Gillian Gibbons og bangsans Múhameð er orðið að alvarlegri milliríkjadeilu Breta og Súdana. Gillian á yfir höfði sér ákæru fyrir að svívirða múslima en hún gaf sjö ára gömlum nemendum sínum leyfi til þess að nefna bangsann sinn Múhameð. 28.11.2007 06:52 Von í Annapolis Friðarfundur Miðausturlanda í Marylandríki í Bandaríkjunum er endir byrjunar friðarferlis á svæðinu, ekki endilega byrjunin á endinum. Nú er framundan mikið og erfitt ferli þar sem óleyst deilumál þurfa að fá einhverja lausn; landamæri Ísraels, nýtt ríki Palesínu, Jerúsalem, landsnámsbyggðir Ísraela og palestínskir flóttamenn. 28.11.2007 00:01 Ekki friðvænlegt á Gasa þrátt fyrir friðarsamninga Á meðan leiðtogar Ísraela og Palestínumanna sitja á friðarfundum í Annapolis í Bandaríkjunum er allt annað en friðvænlegt á Gasaströndinni. 27.11.2007 21:59 Mikill viðbúnaður í París vegna hugsanlegra óeirða Lögreglan í París verður með mikinn viðbúnað í kvöld þar sem óttast er að til óeirða komi í einu af úthverfum borgarinnar þriðja kvöldið í röð. Forsætisráðherrann Francois Fillon hefur kallað ungmennin sem staðið hafa fyrir óeirðunum glæpamenn. 27.11.2007 21:33 Ísraelar og Palestínumenn samþykkja friðarsamninga Ísraelar og Palestínumenn samþykktu í dag að hefja þegar tvíhliða viðræður um frið og ljúka þeim með formlegum samningi á næsta ári. 27.11.2007 16:58 Dýr málsverður Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja. 27.11.2007 16:20 Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. 27.11.2007 14:54 McCann hjónin eru peningalaus Peningasjóðurinn sem Kate og Gerry McCann hafa safnað til þess að greiða fyrir leitina að dóttur þeirra er að tæmast. Madeleine hvarf í Portúgal í byrjun maí. Fyrst eftir að það gerðist streymdu peningar inn til foreldra hennar svo þau gætu leitað að henni en verulega hefur dregið úr framlögum í sjóðinn. Hann nemur nú um 130 milljónum íslenskra króna. 27.11.2007 13:16 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórum gíslum sleppt - Einn enn í haldi ABC fréttastofan greinir frá því að fimm hafi verið á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire þegar maður sem kveðst vopnaður sprengju réðst til inngöngu og tók fókið í gíslingu fyrr í kvöld. Maðurinn hefur síðan látið fjóra gísla lausa, eitt barn, eina konu og tvo menn. Einn maður er enn í haldi gíslatökumannsins, samkvæmt heimildum ABC. 30.11.2007 19:32
Lánahneyksli í Bandaríkjunum skekur Noreg Nokkur norsk sveitarfélög sjá fram á stórtap eftir að hafa fjárfest í skuldabréfum sem tengjast húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Terra verðbréf fékk fjögur sveitarfjélög í Norður Noregi til að festa fé sitt í því sem virtist vera aðlaðandi verðbréfapakki frá Citigroup. Þeir settu sem svarar rúmlega fjörtíu milljörðum íslenskra króna í viðskiptin. 30.11.2007 18:14
Kjarnorkufundur Íran og ESB skilaði litlu Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Javier Solana, segir að fundur hans með aðal samningamanni Írana í kjarnorkumálum hafi engu skilað og segist hann hafa orðið fyrir vongbrigðum. Talsmaður Írana segir hins vegar að viðræðurnar hafi gengið vel. Viðræðurnar voru sagðar skipta miklu máli því þær myndu hafa áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra um frekari refsiaðgerðir gegn Íran. 30.11.2007 16:47
Leiðtogi stjórnarandstöðu í Georgíu sækir um hæli í Þýskalandi Irakly Okruashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunni í Georgíu, hefur sótt um hæli í Þýskalandi eftir að yfirvöld í Georgíu gáfu út handtökuskipun á hendur honum. 30.11.2007 13:38
Átak gegn rapptónlist Írönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu sér að hefja sérstakt átak gegn rapp tónlist, sem þau telja hinn mesta skaðvald. 30.11.2007 08:04
Osama bin Laden aðvarar NATO ríki Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hvetur NATO ríki í Evrópu til að hætta allri samvinnu við Bandaríkjamenn um hernað í Afganistan, á nýrri hljóðupptöku, 30.11.2007 07:54
Fimmtíu og sex fórust í flugslysi í Tyrklandi Allir fimmtíu og sex, sem um borð voru, fórust þegar flugvél hrapaði í suðvestur hluta Tyrklands í nótt. 30.11.2007 06:59
Vill endurvinna traust Frakka Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar að endurvinna traust sitt á meðal almennings en það hefur beðið hnekki vegna vikulangra verkfalla og óeirða í úthverfum Parísarborgar. 30.11.2007 06:52
Rodney King skotinn Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles á 1994, en það leiddi til óeirða í borginni, var skotinn í kvöld. Skotsárin eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu. 29.11.2007 21:30
Neyðarlögum aflétt 16. desember Pervez Musharraf forseti Pakistans tilkynnti í dag að neyðarlögum yrði aflétt í landinu 16. desember næstkomandi. 29.11.2007 16:43
Farðu frekar í teygjustökk Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum. 29.11.2007 16:10
Löggan lærir pólsku Lögregluþjónar í Lincolnshire í Bretlandi munu hefja pólskunám í febrúar næstkomandi. 29.11.2007 15:44
Barnaníðingar með öðruvísi heila Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. 29.11.2007 14:52
Mæðurnar berja börnin Umfangsmikil norsk rannsókn sýnir að mæður beita börn sín mun oftar líkamlegum refsingum en feðurnir. 29.11.2007 13:34
Rólegt í úthverfum Parísar í nótt Rólegt var í úthverfum Parísar í nótt eftir óeirðir fyrr í vikunni. 29.11.2007 13:00
Úransmyglarar handteknir Lögreglan í Slóvakíu og Ungverjalandi handtók í dag þrjá menn og gerði upptækt eitt kíló af geislavirku efni sem fjölmiðlar segja að sé auðgað úran. 29.11.2007 12:51
Formleg ákæra í bangsamálinu Breska kennslukonan Gillian Gibbons sem hefur verið sökuð um að móðga spámann múslima kom fyrir rétt í Khartoum, höfuðborg Súdans í dag. 29.11.2007 10:57
Gáfust upp eftir umsátur við hótel í Manila Hópur hermanna, sem lagði undir sig lúxushótel í Manila á Filippseyjum snemma í morgun, gafst upp eftir að filippseyski stjórnarherinn réðst til inngöngu á hótelið. 29.11.2007 10:19
Pósthúsi í Danmörku lokað vegna torkennilegs efnis í bréfi Fimm manns hafa verið settir í einagrun og þrjátíu manns voru fluttir út af pósthúsi í Hörsholm á Norður-Sjálandi í Danmörku eftir að torkennilegt hvítt lak úr bréfi sem barst pósthúsinu. 29.11.2007 09:26
Hermenn flýja dóm og leggja undir sig hótel Umsátursástand ríkir nú við lúxushótel í Manila á Filippseyjum sem nokkrir tugir hermanna hafa lagt undir sig. 29.11.2007 09:14
Musharraf sór forsetaeið Pervez Musharraf sór forsetaeið að nýju í borginni Islamabad í Pakistan í morgun. 29.11.2007 08:28
Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. 29.11.2007 08:24
Lést þegar farsímarafhlaða sprakk Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú andlát manns sem sagður er hafa látist þegar farsímarafhlaða sprakk. Maðurinn fannst látinn á vinnustað sínum með bráðnaða rafhlöðu í skyrtuvasa sínum og sár á lunga og hjarta. Talsmenn farsímaframleiðandans LG segja að farsíminn hafi verið þaulprófaður og einungis seldur í Kóreu en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Einungis eru fjórir mánuðir frá því að maður lést í Kína þegar farsími sprakk. 29.11.2007 08:17
Vill sameiginlega Evrópulöggjöf um skotvopn Ríki innan Evrópusambandsins ættu að taka upp sameiginlega vopnalöggjöf að mati Arlene McCarthy bresks þingmanns á Evrópuþinginu. 29.11.2007 08:12
Breski Verkamannaflokkurinn verst ásökunum um fjármálasvik Stjórnarandstæðingar í Bretlandi þrýsta nú mikið á að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, fái lögregluaðstoð til að kanna ásakanir um fjársterkir aðilar hafi styrkt Verkamannaflokkinn með ólögmætum hætti. 29.11.2007 08:02
Heilbrigðismál eru helsta bitbein demókrata Eitt mesta deilumál demókrata fyrir forkosningarnar um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst um heilbrigðismál. Hillary Clinton forsetaframbjóðandi segir helsta andstæðing sinn, Barack Obama hafa óskýra stefnu í málaflokknum. 29.11.2007 07:01
Negrastrákum Agötu Christie úthýst í Ohio Leikriti Agötu Christie Tíu litlir negrastrákar, hefur verið úthýst í menntaskóla í Ohio í Bandaríkjunum. 28.11.2007 16:24
Óeirðaseggir verða dregnir fyrir dóm Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hét því að draga þá sem skotið hefðu á lögregluna í óeirðum í París síðustu kvöld fyrir dóm. 28.11.2007 14:27
Vill senda flóttamenn til Grænlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku vill senda fleiri flóttamenn til Grænlands. 28.11.2007 14:16
Dýr myndi hænan öll Egg eftir rússneska skartgripahönnuðinn Peter Carl Fabergé verður selt á uppboði í Lundúnum í dag. 28.11.2007 13:00
Skotinn fyrir að hringja til útlanda Norður-Kóreskur verksmiðjustjóri var tekinn af lífi frammifyrir 150 þúsund áhorfendum fyrir að hringja til útlanda. 28.11.2007 11:24
Ætluðu að sprengja sendiráð í Osló Norska lögreglan hefur staðfest að til hafi staðið að sprengja sendiráð Ísraels og Egyptalands í Osló í loft upp árið 1979. 28.11.2007 10:49
Maður með heimþrá Rússneskur maður stal tertu af konu á götu í Moskvu í gær. Hann bað hana svo að hringja í lögregluna og kæra verknaðinn. 28.11.2007 10:09
Blackwater málaliðum stefnt Blackwater málaliðar eru sakaðir um að hafa hundsað skipanir og yfirgefið herstöðvar sínar rétt áður en þeir hófu árás sem varð 17 íröskum borgurum að bana á Nisoor torgi í Bagdad í september. 28.11.2007 08:06
Musharraf lét af embætti hershöfðingja landsins í morgun Pervez Musharraf forseti Pakistan lét í morgun af embætti hershöfðingja landsins við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum hersins í Pakistan. Sá sem tekur við af Musharraf heitir Ashfaq Pervez Kiani. Við athöfnina sagði Musharraf að hann væri stoltur yfir því að hafa stjórnað svo miklu afli sem herinn væri. 28.11.2007 08:00
Segir erfðabreytt matvæli hentugri en lífrænt ræktuð Erfðabreytt matvæli eru yfirleitt hentugri en matvæli sem eru lífrænt ræktuð, sagði David King, helsti vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, í gær. King sagði það ljóst að áhyggjur manna af erfðabreyttum matvælum ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagði jafnframt að mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar myndu hafa neikvæð áhrif á landsvæði sem nýtt er til matarræktar. Því gæti erfðafræði verið góð lausn til að tryggja nægt framboð af matvælum í framtíðinni. 28.11.2007 07:01
Stjórnvöld í Frakklandi halda neyðarfund Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti heldur í dag neyðarfund með æðstu embættismönnum sínum. 28.11.2007 06:58
Bangsakennarinn orðin tilefni milliríkjadeilu Mál breska kennarans Gillian Gibbons og bangsans Múhameð er orðið að alvarlegri milliríkjadeilu Breta og Súdana. Gillian á yfir höfði sér ákæru fyrir að svívirða múslima en hún gaf sjö ára gömlum nemendum sínum leyfi til þess að nefna bangsann sinn Múhameð. 28.11.2007 06:52
Von í Annapolis Friðarfundur Miðausturlanda í Marylandríki í Bandaríkjunum er endir byrjunar friðarferlis á svæðinu, ekki endilega byrjunin á endinum. Nú er framundan mikið og erfitt ferli þar sem óleyst deilumál þurfa að fá einhverja lausn; landamæri Ísraels, nýtt ríki Palesínu, Jerúsalem, landsnámsbyggðir Ísraela og palestínskir flóttamenn. 28.11.2007 00:01
Ekki friðvænlegt á Gasa þrátt fyrir friðarsamninga Á meðan leiðtogar Ísraela og Palestínumanna sitja á friðarfundum í Annapolis í Bandaríkjunum er allt annað en friðvænlegt á Gasaströndinni. 27.11.2007 21:59
Mikill viðbúnaður í París vegna hugsanlegra óeirða Lögreglan í París verður með mikinn viðbúnað í kvöld þar sem óttast er að til óeirða komi í einu af úthverfum borgarinnar þriðja kvöldið í röð. Forsætisráðherrann Francois Fillon hefur kallað ungmennin sem staðið hafa fyrir óeirðunum glæpamenn. 27.11.2007 21:33
Ísraelar og Palestínumenn samþykkja friðarsamninga Ísraelar og Palestínumenn samþykktu í dag að hefja þegar tvíhliða viðræður um frið og ljúka þeim með formlegum samningi á næsta ári. 27.11.2007 16:58
Dýr málsverður Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja. 27.11.2007 16:20
Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. 27.11.2007 14:54
McCann hjónin eru peningalaus Peningasjóðurinn sem Kate og Gerry McCann hafa safnað til þess að greiða fyrir leitina að dóttur þeirra er að tæmast. Madeleine hvarf í Portúgal í byrjun maí. Fyrst eftir að það gerðist streymdu peningar inn til foreldra hennar svo þau gætu leitað að henni en verulega hefur dregið úr framlögum í sjóðinn. Hann nemur nú um 130 milljónum íslenskra króna. 27.11.2007 13:16