Erlent

Von í Annapolis

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, George Bush forseti Bandraíkjanna og Mahmoud Abbas forseti Palestínu.
Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, George Bush forseti Bandraíkjanna og Mahmoud Abbas forseti Palestínu. MYND/AFP
Friðarfundur Miðausturlanda í Marylandríki í Bandaríkjunum er endir byrjunar friðarferlis á svæðinu, ekki endilega byrjunin á endinum. Nú er framundan mikið og erfitt ferli þar sem óleyst deilumál þurfa að fá einhverja lausn; landamæri Ísraels, nýtt ríki Palesínu, Jerúsalem, landsnámsbyggðir Ísraela og palestínskir flóttamenn. Svartsýnismenn, eða jafnvel raunsýnismenn, gætu litið áform um að samkomulag náist í desember 2008 - í lok valdatíma Bush Bandaríkjaforseta – óraunsæ. Mál til úrlausnar séu of mörg og stór og rými fyrir breytingar ekki nægilegt til að árangur náist. Paul Reynolds fréttaritari BBC segir að deiluaðilar þurfi að gera mjög miklar málamiðlanir sem gætu leitt til gagnrýni innan eigin herbúða. Hamasliðar á Gaza hafa þegar sagt að þeir muni ekki virða samkomulag. Í Ísrael hefur stjórnarandstöðuflokkurinn Likud fordæmt Ehud Olmert forsætisráðherra fyrir að samþykkja að ræða mikilvæg málefni án þess að krefjast þess að Palestinumenn leysi upp hryðjuverkahópa. Bandaríkjamenn dómararHlutverk Bandaríkjamanna í ferlinu virðist að einhverju leiti vera dómarahlutverk um hvort deiluaðilar standi við skuldbindingar sem þeir hafa gert. Yfirlýsing fundarins í Annapolis segir að nema um annað sé samið sé framkvæmd friðarsamnings háð framkvæmd samnings um friðarferli. Hlutverk Bandaríkjamanna sem dómara þýðir að hvorki Ísraelar né Palestínumenn geti lýst yfir einhliða að ekki hafi verið farið eftir skuldbindingum. Ræður Olmerts og Mahmoud Abbas forseta Palestínu gáfu bæði í skyn jákvæða og neikvæða afstöðu til fyrirhugaðs samkomulags. Fundurinn í Annapolis breytir ekki stöðunni og málefnin eru þau sömu. Enn er unnið að sama markmiði, að ná friði. En kné þarf að fylgja kviði til að staðan fyrir botni Miðjarðarhafs þokist í átt til friðar.

Tengdar fréttir

Sádi-Arabar taka þátt í friðarráðstefnu

Sádi-Arabar segjast munu taka þátt í friðarráðstefnu Miðausturlanda sem fram fer í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði að hann myndi fara á ráðstefnuna í Maryland, en að það yrðu engar „leiksýningar“ með ísraelskum embættismönnum.

Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi

Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn.

Vongóðir um árangur í friðarviðræðum

George Bush forseti Bandaríkjanna, Olmert forsætisráðherra Ísrael og Abbas leiðtogi Palestínumanna, segjast allir vera vongóður um að fundur sem þeir áttu saman í Maryland í Bandaríkjunum í gær geti skilað árangri í friðarviðræðum.

Varað við bjartsýni

Ísraelar og Palestínumenn hafa ekki náð samkomulagi um dagskrá friðarráðstefnu í Maryland í Bandaríkjunum í næstu viku. Ríki Arababandalagsins boðuðu flest komu sína í dag og allt er nú reynt til að tryggja að Sýrlendingar mæti.

Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn

Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×