Fleiri fréttir Boðað til kosninga á næstu vikum Ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur hafa staðfest við danska fjölmiðla að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hyggist boða til þingkosninga á næstu vikum. 24.10.2007 10:40 Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. 24.10.2007 10:39 Búist við að Rasmussen boði til kosninga í dag Búist er við því að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra boði til kosninga í dag. Danskir miðlar hafa þetta eftir heimildamönnum út stjórnarliðinu. 24.10.2007 08:57 Enn leitað að móður stúlkunnar sem féll fram af svölum Leit stendur enn yfir að móður sjö ára gamallar breskrar stúlku sem féll af svölum hótelherbergis á Mæjorka á mánudag. Stúlkan liggur enn stórslösuð á spítala en hún féll um tíu metra niður á steypt þak. 24.10.2007 08:42 Búrma mótmæli í 12 borgum Fjöldasamkomur hafa verið skipulagðar í tólf stórborgum víðs vegar um heiminn í dag til þess að mótmæla herforingjastjórninni í Búrma. 24.10.2007 08:36 Eldri borgarar vopnaðir handsprengjum Danir geyma fleiri tonn af sprengjum og sprengiefnum í kjöllurum sínum og háaloftum. Þetta segir yfirmaður sprengjusveitar Danska hersins. Sprengjurnar eru flestar frá tímum seinna stríðs. 24.10.2007 08:30 Mótmæli í Venesúela Þúsundir námsmanna börðust við óeirðalögreglu í höfuðborg Venesúela, Caracas í gærkvöld. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins sem gera forsetanum umdeilda Húgó Chaves kleift að bjóða sig endalaust oft fram til endurkjörs. 24.10.2007 08:26 NATO fundar í Hollandi Ráðherrar Nató ríkjanna hittast í Hollandi í dag þar sem fjölgun í herliði bandalagsins í Afganistan og spenna á landamærum Íraks og Tyrklands verður efst á baugi. 24.10.2007 08:22 Segist ætla að slátra Bhutto eins og geit Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan segir að henni hafi borist fleiri morðhótanir, en á annað hundruð manns lét lífið þegar sjálfsmorðssprengjumaður reyndi að sprengja Bhutto í loft upp við komu hennar til landsins í síðustu viku. 24.10.2007 08:06 Hálf milljón á flótta frá eldinum Ekkert lát virðist vera á gríðarlegum skógareldum í suður Kalíforníu og nú er svo komið að hálf milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín. 24.10.2007 08:01 Skera upp herör gegn glæpagengjum Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa ákveðið að leggja um 504 milljarða króna á næstu þremur árum til efla löggæslusveitir í baráttu þeirra gegn mexíkóskum glæpagengjum. Talið er að glæpagengi í Mexíkó beri ábyrgð á stórum hluta þess fíkniefna sem smyglað er inn í Bandaríkin frá Suður Ameríku. 23.10.2007 20:54 Ellefur óbreyttir borgarar láta lífið í Afganistan Ellefu óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í bænum Jalrez í Afganistan í gær eftir að herþota á vegum NATO varpaði fyrir mistök sprengju á heimili þeirra. Þetta fullyrðir héraðsstjóri í héraðinu Jalrez í Afganista. Fólkið tilheyrði allt einni og sömu fjölskyldunni en aðeins einn meðlimur hennar slapp lifandi frá árásinni. Sá liggur nú alvarlega særður á spítala. 23.10.2007 19:53 Fann rándýrt málverk í ruslatunnu Málverk sem fannst fyrir tilviljun í rusltunnu í New York verður boðið upp á tæpar 45 milljónir hjá Sotheby í næsta mánuði. Um er ræða verkið Þrjár persónur eftir mexíkóska málarann Rufion Tamayo en því var stolið fyrir um 20 árum síðan. 23.10.2007 19:16 Tyrkir reiðubúnir til innrásar hvenær sem er Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands sagði í dag að Tyrkir kynnu að ráðast inn í Írak hvenær sem er til að elta uppi kúrdíska skæruliða. Spenna magnast á landamærunum og fátt bendir til að diplómatísk lausn sé í sjónmáli. 23.10.2007 18:48 Tvær íslenskar fjölskyldur hafa flúið elda í Kaliforníu Hundruð þúsunda manna eru á flótta undan skógareldum í Kaliforníu, þeirra á meðal Íslendingar sem búa í San Diego sýslu, suður af Los Angeles. Heimili að minnsta kosti eitt þúsund fjölskyldna hafa þegar orðið eldhafinu að bráð. 23.10.2007 18:46 Kennsluflugvél hrapar í Svíþjóð Tveir létu lífið þegar lítil kennsluflugvél hrapaði nærri bænum Jönköping í Svíþjóð í dag. Flugvélarinnar hafði verið saknað í nokkurn tíma áður en yfirvöldum var gert viðvart. 23.10.2007 18:42 Fullviss um refsiaðgerðir gegn Íran David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera fullviss um að Rússar og Kínverjar samþykki að beita refisaðgerðum gegn Íran á næsta fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli Miliband á blaðamannfundi í Washington í dag. 23.10.2007 17:57 Discovery skotið á loft Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í dag en förinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimferjunni er sjö manna áhöfn og tækjabúnaður sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur á vegum geimferðarstofnana Evrópu og Japans. 23.10.2007 17:37 Skógareldarnir ógna 72 þúsund heimilum Skógareldarnir í sunnanverðri Kaliforníu ógna nú 72 þúsund heimilum og hafa þegar eyðilagt eitt þúsund og þrjú hundruð heimili. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego sýslu þar sem fjöldi neyðarskýla eru orðin yfirfull. George Bush lýsti yfir neyðarástandi í dag í sjö sýslum Kaliforníu. Um leið fór í gang stórslysaáætlun landsins. 23.10.2007 16:54 Bush ítrekar mikilvægi eldflaugavarnakerfis í Evrópu Nauðsynlegt er að setja upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu til að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra gegn mögulegum árásum frá Íran og öðrum óvinveittum þjóðum. Þetta kom fram í máli Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington í dag. Lagði Bush mikla áherslu á að kerfinu væri ekki beint gegn Rússlandi. 23.10.2007 15:41 Bhutto bannað að yfirgefa Pakistan Yfirvöld í Pakistan hafa bannað Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra að yfirgefa landið. Talsmaður Þjóðarflokks Pakistan sem Bhutto leiðir sagði fréttamanni BBC að flokkurinn hefði skrifað innanríkisráðuneyti landsins vegna málsins. Bhutto slapp ómeidd úr morðtilraun á fimmtudag þegar hún sneri aftur úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Næstum 140 manns létust í árásinni. 23.10.2007 14:31 Kynlíf samkynhneigðra bannað í Singapúr Þingið í Singapúr ákvað í morgun að fella ekki úr gildi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra. Fyrir atkvæðagreiðslu höfðu þingmönnum borist þúsundir undirskrifta þar sem óskað var eftir því að lögin yrðu felld út gildi. 23.10.2007 14:25 Tveir menn ábyrgir fyrir árásinni á Bhutto Tveir tilræðismenn sprengdu sjálfsmorðssprengjurnar sem beint var gegn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan þegar hún sneri aftur úr útlegð í síðustu viku. Bhutto slapp ómeidd en að minnsta kosti 136 manns létust í tilræðinu á bílalest hennar í Karachi á fimmtudag. 23.10.2007 12:23 Hundruð þúsund flýja eldana í Kaliforníu Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna mikilla skógarelda, einkum í suðurhluta fylkisins. Að minnsta kosti þrettán skógareldar í sunnanverðu Kaliforníufylki hafa eyðilagt sjö hundruð heimili, valdið dauða eins manns og skaðað á fjórða tug manna. 23.10.2007 12:13 Vinnur að söngleik um Múhameðsteikningamál Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem komst í fréttirnar á dögunum eftir að sænskt dagblað birti myndir hans af Múhameð spámanni í hundslíki, vinnur nú að söngleik um mál sitt en hann hefur sætt líflátshótunum vegna myndanna. 23.10.2007 10:32 Írakar hjálpa Tyrkjum með Kúrda Írak hefur samþykkt að aðstoða Tyrki við að ná tökum á ástandinu gegn kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Íraks. Hoshyar Zebari utanríkisráðherra Íraks sagði í dag að spennan á milli aðilanna yrði leyst með samningaviðræðum og þar yrði engum leyft að skemma fyrir. Zebari sagði þetta eftir fund með Ali Babacan utanríkisráðherra Tyrkja. 23.10.2007 10:28 ESB stefnir á 'bláa kortið' Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að koma bláum kortum í gagnið fyrir faglærða innflytjendur. Græna kortið í Bandaríkjunum er fyrirmynd bláa kortsins og myndi gefa faglærðum og fjölskyldum þeirra leyfi til að búa og vinna í sambandslöndunum. 23.10.2007 10:05 Stúlka féll af svölum - móðurinnar leitað Sjö ára gömul bresk stúlka féll fram af svölum á fimmtu hæð hótels á Mæjorka í gær. Stúlkan er í lífshættu en lögregla leitar nú móður hennar en ekkert hefur spurst til hennar eftir að stúlkan fannst á þaki viðbyggingar hótelsins. 23.10.2007 08:59 Börn munaðarlaus eftir að foreldrar reyndu að bjarga þeim Þrír Bretar og einn Þjóðverji létu lífið á Algarve í Portúgal í gær þegar þeir reyndu að bjarga breskum systkinum sem sjórinn hafði hrifsað til sín og borið út á haf. 23.10.2007 08:56 Stökk í veg fyrir lest á Amager Fertug kona lést í morgun á Tarnby lestarstöðinni á Amager í Kaupmannahöfn . Svo virðist sem konan hafi stokkið á teinana í þann mund sem lestin kom inn á stöðina og lést hún samstundis. 23.10.2007 08:55 Mafían veltir gríðarlegum upphæðum Ítalskir verslunarmenn hafa fengið sig fullsadda af ágangi ítölsku mafíunnar. Mafían þykir hafa fært sig upp á skaftið og nú heimtar hún nú verndargjöld frá stórum fyrirtækjum jafnt sem smáum. 23.10.2007 08:39 200 minkar enn á flótta Talið er að um 200 minkar leiki enn lausum hala, eða skotti, á Jótlandi eftir að brotist var inn í minnkabú í fyrrinótt og fimm þúsund minkum var sleppt lausum. 23.10.2007 08:37 Konan sem rændi barni úr móðurkviði dæmd Kviðdómendur í Missouri í Bandaríkjunum sakfelldu í gær konu fyrir morð sem vakti mikinn óhug árið 2004. Konan, sem er á fertugsaldri réðst þá á 23 ára gamla ólétta konu, myrti hana og fjarlægði barnið úr legi hennar. 23.10.2007 08:21 Tyrkir segjast leita allra leiða til að forðast innrás Tyrknesk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist leita allra frirðsamlegra leiða til þess að koma í veg fyrir árásir kúrdískra aðskilnaðarsinna, áður en gripið verður til hernaðaraðgerða. 23.10.2007 07:00 Neyðarástand í Kaliforníu Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. 23.10.2007 04:00 Howard tapaði í kappræðum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með. 23.10.2007 03:45 Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing kína, ap Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtímabil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launamunar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu. 23.10.2007 03:00 Brynvagnar stefna að landamærunum Tyrkland, AP Tugir tyrkneskra brynvagna stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á fjölmennum mótmælafundum í borgum landsins var þess krafist að tekið væri af hörku á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát. 23.10.2007 03:00 Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda. 22.10.2007 21:50 Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes. 22.10.2007 20:17 Discovery skotið á loft á morgun Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni. 22.10.2007 19:47 Osama bin Laden hvetur múslima til að sýna samstöðu Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendi í dag út hljóðupptöku af Osama bin Laden, leiðtoga Al kaída samtakanna. Þar hvetur bin Laden herskáa múslima í Írak til að sameina krafta sína. 22.10.2007 18:49 Rússar opna leynilega flugstöð Rússar stunda þessa dagana viðamiklar heræfingar í lofti, meðal annars með sprengjuflugvélum sem hafa verið að fljúga meðfram Íslandi. Hinn háleynilegi herflugvöllur í sunnanverðu Rússlandi, þar sem miðstöð vélanna er, hefur ekki áður verið opnaður vestrænum fréttamönnum. 22.10.2007 18:45 Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir. 22.10.2007 18:21 Tyrkir safna liði við landamæri Íraks Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða. 22.10.2007 17:44 Sjá næstu 50 fréttir
Boðað til kosninga á næstu vikum Ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur hafa staðfest við danska fjölmiðla að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hyggist boða til þingkosninga á næstu vikum. 24.10.2007 10:40
Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. 24.10.2007 10:39
Búist við að Rasmussen boði til kosninga í dag Búist er við því að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra boði til kosninga í dag. Danskir miðlar hafa þetta eftir heimildamönnum út stjórnarliðinu. 24.10.2007 08:57
Enn leitað að móður stúlkunnar sem féll fram af svölum Leit stendur enn yfir að móður sjö ára gamallar breskrar stúlku sem féll af svölum hótelherbergis á Mæjorka á mánudag. Stúlkan liggur enn stórslösuð á spítala en hún féll um tíu metra niður á steypt þak. 24.10.2007 08:42
Búrma mótmæli í 12 borgum Fjöldasamkomur hafa verið skipulagðar í tólf stórborgum víðs vegar um heiminn í dag til þess að mótmæla herforingjastjórninni í Búrma. 24.10.2007 08:36
Eldri borgarar vopnaðir handsprengjum Danir geyma fleiri tonn af sprengjum og sprengiefnum í kjöllurum sínum og háaloftum. Þetta segir yfirmaður sprengjusveitar Danska hersins. Sprengjurnar eru flestar frá tímum seinna stríðs. 24.10.2007 08:30
Mótmæli í Venesúela Þúsundir námsmanna börðust við óeirðalögreglu í höfuðborg Venesúela, Caracas í gærkvöld. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins sem gera forsetanum umdeilda Húgó Chaves kleift að bjóða sig endalaust oft fram til endurkjörs. 24.10.2007 08:26
NATO fundar í Hollandi Ráðherrar Nató ríkjanna hittast í Hollandi í dag þar sem fjölgun í herliði bandalagsins í Afganistan og spenna á landamærum Íraks og Tyrklands verður efst á baugi. 24.10.2007 08:22
Segist ætla að slátra Bhutto eins og geit Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan segir að henni hafi borist fleiri morðhótanir, en á annað hundruð manns lét lífið þegar sjálfsmorðssprengjumaður reyndi að sprengja Bhutto í loft upp við komu hennar til landsins í síðustu viku. 24.10.2007 08:06
Hálf milljón á flótta frá eldinum Ekkert lát virðist vera á gríðarlegum skógareldum í suður Kalíforníu og nú er svo komið að hálf milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín. 24.10.2007 08:01
Skera upp herör gegn glæpagengjum Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa ákveðið að leggja um 504 milljarða króna á næstu þremur árum til efla löggæslusveitir í baráttu þeirra gegn mexíkóskum glæpagengjum. Talið er að glæpagengi í Mexíkó beri ábyrgð á stórum hluta þess fíkniefna sem smyglað er inn í Bandaríkin frá Suður Ameríku. 23.10.2007 20:54
Ellefur óbreyttir borgarar láta lífið í Afganistan Ellefu óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í bænum Jalrez í Afganistan í gær eftir að herþota á vegum NATO varpaði fyrir mistök sprengju á heimili þeirra. Þetta fullyrðir héraðsstjóri í héraðinu Jalrez í Afganista. Fólkið tilheyrði allt einni og sömu fjölskyldunni en aðeins einn meðlimur hennar slapp lifandi frá árásinni. Sá liggur nú alvarlega særður á spítala. 23.10.2007 19:53
Fann rándýrt málverk í ruslatunnu Málverk sem fannst fyrir tilviljun í rusltunnu í New York verður boðið upp á tæpar 45 milljónir hjá Sotheby í næsta mánuði. Um er ræða verkið Þrjár persónur eftir mexíkóska málarann Rufion Tamayo en því var stolið fyrir um 20 árum síðan. 23.10.2007 19:16
Tyrkir reiðubúnir til innrásar hvenær sem er Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands sagði í dag að Tyrkir kynnu að ráðast inn í Írak hvenær sem er til að elta uppi kúrdíska skæruliða. Spenna magnast á landamærunum og fátt bendir til að diplómatísk lausn sé í sjónmáli. 23.10.2007 18:48
Tvær íslenskar fjölskyldur hafa flúið elda í Kaliforníu Hundruð þúsunda manna eru á flótta undan skógareldum í Kaliforníu, þeirra á meðal Íslendingar sem búa í San Diego sýslu, suður af Los Angeles. Heimili að minnsta kosti eitt þúsund fjölskyldna hafa þegar orðið eldhafinu að bráð. 23.10.2007 18:46
Kennsluflugvél hrapar í Svíþjóð Tveir létu lífið þegar lítil kennsluflugvél hrapaði nærri bænum Jönköping í Svíþjóð í dag. Flugvélarinnar hafði verið saknað í nokkurn tíma áður en yfirvöldum var gert viðvart. 23.10.2007 18:42
Fullviss um refsiaðgerðir gegn Íran David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera fullviss um að Rússar og Kínverjar samþykki að beita refisaðgerðum gegn Íran á næsta fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli Miliband á blaðamannfundi í Washington í dag. 23.10.2007 17:57
Discovery skotið á loft Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í dag en förinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimferjunni er sjö manna áhöfn og tækjabúnaður sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur á vegum geimferðarstofnana Evrópu og Japans. 23.10.2007 17:37
Skógareldarnir ógna 72 þúsund heimilum Skógareldarnir í sunnanverðri Kaliforníu ógna nú 72 þúsund heimilum og hafa þegar eyðilagt eitt þúsund og þrjú hundruð heimili. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego sýslu þar sem fjöldi neyðarskýla eru orðin yfirfull. George Bush lýsti yfir neyðarástandi í dag í sjö sýslum Kaliforníu. Um leið fór í gang stórslysaáætlun landsins. 23.10.2007 16:54
Bush ítrekar mikilvægi eldflaugavarnakerfis í Evrópu Nauðsynlegt er að setja upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu til að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra gegn mögulegum árásum frá Íran og öðrum óvinveittum þjóðum. Þetta kom fram í máli Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington í dag. Lagði Bush mikla áherslu á að kerfinu væri ekki beint gegn Rússlandi. 23.10.2007 15:41
Bhutto bannað að yfirgefa Pakistan Yfirvöld í Pakistan hafa bannað Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra að yfirgefa landið. Talsmaður Þjóðarflokks Pakistan sem Bhutto leiðir sagði fréttamanni BBC að flokkurinn hefði skrifað innanríkisráðuneyti landsins vegna málsins. Bhutto slapp ómeidd úr morðtilraun á fimmtudag þegar hún sneri aftur úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Næstum 140 manns létust í árásinni. 23.10.2007 14:31
Kynlíf samkynhneigðra bannað í Singapúr Þingið í Singapúr ákvað í morgun að fella ekki úr gildi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra. Fyrir atkvæðagreiðslu höfðu þingmönnum borist þúsundir undirskrifta þar sem óskað var eftir því að lögin yrðu felld út gildi. 23.10.2007 14:25
Tveir menn ábyrgir fyrir árásinni á Bhutto Tveir tilræðismenn sprengdu sjálfsmorðssprengjurnar sem beint var gegn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan þegar hún sneri aftur úr útlegð í síðustu viku. Bhutto slapp ómeidd en að minnsta kosti 136 manns létust í tilræðinu á bílalest hennar í Karachi á fimmtudag. 23.10.2007 12:23
Hundruð þúsund flýja eldana í Kaliforníu Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna mikilla skógarelda, einkum í suðurhluta fylkisins. Að minnsta kosti þrettán skógareldar í sunnanverðu Kaliforníufylki hafa eyðilagt sjö hundruð heimili, valdið dauða eins manns og skaðað á fjórða tug manna. 23.10.2007 12:13
Vinnur að söngleik um Múhameðsteikningamál Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem komst í fréttirnar á dögunum eftir að sænskt dagblað birti myndir hans af Múhameð spámanni í hundslíki, vinnur nú að söngleik um mál sitt en hann hefur sætt líflátshótunum vegna myndanna. 23.10.2007 10:32
Írakar hjálpa Tyrkjum með Kúrda Írak hefur samþykkt að aðstoða Tyrki við að ná tökum á ástandinu gegn kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Íraks. Hoshyar Zebari utanríkisráðherra Íraks sagði í dag að spennan á milli aðilanna yrði leyst með samningaviðræðum og þar yrði engum leyft að skemma fyrir. Zebari sagði þetta eftir fund með Ali Babacan utanríkisráðherra Tyrkja. 23.10.2007 10:28
ESB stefnir á 'bláa kortið' Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að koma bláum kortum í gagnið fyrir faglærða innflytjendur. Græna kortið í Bandaríkjunum er fyrirmynd bláa kortsins og myndi gefa faglærðum og fjölskyldum þeirra leyfi til að búa og vinna í sambandslöndunum. 23.10.2007 10:05
Stúlka féll af svölum - móðurinnar leitað Sjö ára gömul bresk stúlka féll fram af svölum á fimmtu hæð hótels á Mæjorka í gær. Stúlkan er í lífshættu en lögregla leitar nú móður hennar en ekkert hefur spurst til hennar eftir að stúlkan fannst á þaki viðbyggingar hótelsins. 23.10.2007 08:59
Börn munaðarlaus eftir að foreldrar reyndu að bjarga þeim Þrír Bretar og einn Þjóðverji létu lífið á Algarve í Portúgal í gær þegar þeir reyndu að bjarga breskum systkinum sem sjórinn hafði hrifsað til sín og borið út á haf. 23.10.2007 08:56
Stökk í veg fyrir lest á Amager Fertug kona lést í morgun á Tarnby lestarstöðinni á Amager í Kaupmannahöfn . Svo virðist sem konan hafi stokkið á teinana í þann mund sem lestin kom inn á stöðina og lést hún samstundis. 23.10.2007 08:55
Mafían veltir gríðarlegum upphæðum Ítalskir verslunarmenn hafa fengið sig fullsadda af ágangi ítölsku mafíunnar. Mafían þykir hafa fært sig upp á skaftið og nú heimtar hún nú verndargjöld frá stórum fyrirtækjum jafnt sem smáum. 23.10.2007 08:39
200 minkar enn á flótta Talið er að um 200 minkar leiki enn lausum hala, eða skotti, á Jótlandi eftir að brotist var inn í minnkabú í fyrrinótt og fimm þúsund minkum var sleppt lausum. 23.10.2007 08:37
Konan sem rændi barni úr móðurkviði dæmd Kviðdómendur í Missouri í Bandaríkjunum sakfelldu í gær konu fyrir morð sem vakti mikinn óhug árið 2004. Konan, sem er á fertugsaldri réðst þá á 23 ára gamla ólétta konu, myrti hana og fjarlægði barnið úr legi hennar. 23.10.2007 08:21
Tyrkir segjast leita allra leiða til að forðast innrás Tyrknesk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist leita allra frirðsamlegra leiða til þess að koma í veg fyrir árásir kúrdískra aðskilnaðarsinna, áður en gripið verður til hernaðaraðgerða. 23.10.2007 07:00
Neyðarástand í Kaliforníu Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. 23.10.2007 04:00
Howard tapaði í kappræðum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með. 23.10.2007 03:45
Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing kína, ap Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtímabil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launamunar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu. 23.10.2007 03:00
Brynvagnar stefna að landamærunum Tyrkland, AP Tugir tyrkneskra brynvagna stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á fjölmennum mótmælafundum í borgum landsins var þess krafist að tekið væri af hörku á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát. 23.10.2007 03:00
Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda. 22.10.2007 21:50
Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes. 22.10.2007 20:17
Discovery skotið á loft á morgun Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni. 22.10.2007 19:47
Osama bin Laden hvetur múslima til að sýna samstöðu Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendi í dag út hljóðupptöku af Osama bin Laden, leiðtoga Al kaída samtakanna. Þar hvetur bin Laden herskáa múslima í Írak til að sameina krafta sína. 22.10.2007 18:49
Rússar opna leynilega flugstöð Rússar stunda þessa dagana viðamiklar heræfingar í lofti, meðal annars með sprengjuflugvélum sem hafa verið að fljúga meðfram Íslandi. Hinn háleynilegi herflugvöllur í sunnanverðu Rússlandi, þar sem miðstöð vélanna er, hefur ekki áður verið opnaður vestrænum fréttamönnum. 22.10.2007 18:45
Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir. 22.10.2007 18:21
Tyrkir safna liði við landamæri Íraks Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða. 22.10.2007 17:44