Fleiri fréttir

Átta tyrkneskra hermanna saknað

Átta tyrkneskra hermanna er saknað eftir árás uppreisnarmanna Kúrda á tyrkneskar hersveitir í gær sem kostuðu 12 tyrkneska hermenn lífið. Yfirlýsing hersins í Tyrklandi þess efnis var birt í kjölfar þess að fréttastofa sem talin er tengjast uppreisnarmönnunum birti nöfn sjö þeirra sem saknað er.

Þýskir lestarstjórar boða verkfall

Reiknað er með miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna boðaðs verkfalls þýskra lestarstjóra. Viðræður þeirra við þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hafa engan árangur borið.

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Kvenkyns sjóliðar skotnir til bana

Tveir kvenkyns sjóliðar voru skotnir til bana í herstöð bandaríska flotans í Bahrain í morgun. Annar sjóliði liggur þungt haldinn af völdum skotsára. í yfirlýsingu frá flotanum kemur fram að ekki sé um hryðjuverk að ræða og að einungis sjóliðar hafi komið við sögu í skotárásinni.

Stjórnarandstaðan sigraði í Póllandi

Stjórnarandstaðan í Póllandi fór með sigur af hólmi í kosningum í landinu í gær. Núverandi forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski hefur viðurkennt ósigur sinn en flokkur hans Lög og regla fékk 32 prósent atkvæða í kosningunum.

Cheney aðvarar Írani

Dick Cheney sagði í ræðu sem hann hélt í Virgíníu í gær að Íranir stæðu í vegi fyrir því að friður kæmist á í Mið Austurlöndum og að heimurinn gæti ekki staðið hjá og horft upp á ríkið koma sér upp kjarnavopnum.

Þúsundum minka sleppt í Danmörku

Tvö þúsund minkar fengu frelsið í nótt þegar brotist var inn í minnkabú í nágrenni Holsterbro í Danmörku og búrin opnuð. Minnkarnir sjást nú fara um í hópum í nágrenninu og hamast menn nú við að fanga dýrin á ný.

Skógareldar í Malíbú ógna glæsivillum

Miklir skógareldar geysa nú í Malibu í Californíu í Bandaríkjunum. Tugir húsa hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Lést þegar óðir apar réðust á hann

Aðstoðarborgarstjórinn í Delhí á Indlandi lést af völdum höfuðáverka þegar hann féll fram af svölum á heimili sínu er hann reyndi að verjast árásum apanna sem gerðu aðsúg að honum. Yfirvöld í Delhi hafa lengi reynt að stemma stigu við apaplágunni sem herjað hefur á borgina en aparnir brjótast inn í hús og musteri og fara um ruplandi og rænandi og hræða fólk.

Tamíl tígrar gera loftárás

Uppreisnarmenn úr röðum Tamíl tígra á Sri Lanka gerðu loftárás á herflugvöll á norðurhluta eyjarinnar í nótt.

Tyrkir undirbúa aðgerðir

Tyrkneskir leiðtogar hafa heitið því að beita öllum ráðum til þess að berja niður Kúrdíska vígamenn eftir bardaga síðustu daga. Að minnsta kosti 12 tyrkneskir hermenn féllu í árás á aðfararnótt sunnudags.

Charles var eina ást Díönu

Charles var stóra og eina ástin í lífi Díönu prinsessu, að sögn náinnar vinkonu hennar. Hún elskaði hann til síðasta dags og hefði aldrei dottið í hug að giftast Dodi Al-Fayed.

Bóksalinn í Kabúl höfðar mál gegn Seierstad

Bóksalinn í Kabúl hafnaði í dag tilboði norsku blaðakonunnar og rithöfundarins Åsne Seierstad um fimm milljóna króna greiðslu vegna bókarinnar sem hún skrifaði með hann sem fyrirmynd.

Kona í fyrsta sinn formaður UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag.

Þjóðernissinnar unnu sigur í Sviss

Þjóðernissinnar eru nú stærsti flokkurinn á svissneska þinginu. Þeir fengu 28,8 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum í kosningunum sem fram fóru í dag.

Eredda dekkjavekkstaðið?

Austurríski ökumaðurinn var svo drukkinn að hann treysti sér ekki til þess að skipta um dekk þegar sprakk á bílnum hans.

ÚPS

Það lyftist brúnin á stjórnendum Boeing flugvélaverksmiðjunnar á fimmtudaginn.

Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna

Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana.

Trylltist á veitingastað - myndband

Gestir á veitingahúsi í Bandaríkjunum sáu þann kostinn vænstan að flýja þegar einn gestanna trylltist yfir því að tölvan hans virkaði ekki.

Pólverjar kjósa þing

Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing - tveimur árum á undan áætlun. Skömmu fyrir hádegi höfðu um fimmtíu Pólverjar búsettir á Íslandi greitt atkvæði í Alþjóðahúsinu í Reykjavík.

Ætluðu að myrða Ehud Olmert

Hópur Palestínumanna lagði á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þegar hann fór í bílalest til þess að hitta Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna í Jeríkó í ágúst síðastliðnum.

Óttast stjórnarskipti

Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi.

Blóðugt fjöldamorð í Kanada

Kanadamenn eru sem þrumu lostnir eftir að sex blóðug og illa farin lík fundust í íbúð í háhýsi í bænum Surrey í Bresku Kólumbíu. Það er skammt frá Vancouver.

Harðir baardagar Palestínumanna

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn biðu bana og yfir 20 særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni í dag.

Vill að Bandaríkjamenn berji á kúrdum

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, krefst þess að Bandaríkjamenn grípi þegar til aðgerða gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Íraks.

Kjarnorkusprengjur yfir Bandaríkjunum

Bandaríski flugherinn hefur rekið sjötíu liðsmenn flugsveitar - þar af fjóra háttsetta foringja- eftir að B-52 sprengjuflugvél var flogið með sex kjarnorkusprengjur yfir bandarískt landsvæði í lok ágúst.

Fogh boðar nýja Evrópustefnu

Nú þegar Evrópusambandið hefur fengið uppfærðan sáttmála um stjórnskipan sína hyggst danska ríkisstjórnin efna til nýrrar þverpólitískrar sáttar um Evrópustefnu Danmerkur.

Þingmenn skora á Olmert

Ísrael, AP Meirihluti þingmanna á Ísraelsþingi hefur skrifað undir áskorun til forsætisráðherrans, Ehuds Olmert, þar sem þeir frábiðja sér að nokkur tilraun verði gerð til þess að afsala ísraelskum yfirráðum yfir nokkrum hluta Jerúsalemborgar.

Prófraun fyrir stefnu forsetans

Parísarbúar og nærsveitamenn, sem sækja vinnu í frönsku höfuðborginni, máttu í gær þola annan daginn í röð fastir í umferðarteppum í bílum sínum þar sem víðtækasta verkfall starfsmanna í almenningssamgöngum í tólf ár hélt áfram.

Verkfall stöðvar ekki ferð þeirra

Breskir rúgbí áhugamenn láta verkfall starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja í Frakklandi ekki stöðva sig og flykkjast til Parísar. Þar keppa Englendingar til úrslita á heimsmeistaramótinu í rúgbí á morgun.

Grunaður níðingur handtekinn

Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans.

Aðeins Írar fá þjóðaratkvæðagreiðslu

Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum.

Föðurmorðingjar aftur á ferð

Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi.

Mafíósi missti töluna eftir 50 morð

Mafíuforinginn sem er fyrirmynd Sopranos sjónvarpsþáttanna missti töluna á þeim fjölda sem hann lét myrða. Hann hætti að telja þegar hann var kominn upp í 50. Leigumorðinginn Larry Mazza var vitni við réttarhöldin gegn fulltrúa FBI, DeVecchio, sem ákærður er fyrir að leka upplýsingum lögreglunnar til mafíósans Gregory Scarpa.

Bhutto ásakar herforingja um tilræðið

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan ásakar fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að standa á bakvið tvöfalt sprengjutilræði gegn henni í gærkvöldi. Meira en 136 manns létust í sprengingunum í Karachi þegar bílalest Bhutto var ekið í gegnum borgina eftir að hún sneri aftur úr átta ára útlegð. Hún segist hafa verið vöruð við að fjórum sjálfsmorðssprengjum.

Sjá næstu 50 fréttir