Fleiri fréttir Talað við trén í símann Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar. 30.7.2007 09:00 Tekist á um fjölkvæni í Danmörku Danskir stjórnmálamenn, jafnt sem kirkjunnar menn takast nú á um fjölkvæni Íraska túlksins, sem dönsk stjórnvöld ákváðu að bjóða landvistarleyfi í Danmörku vegna heimkvaðningar danska herliðsins í Írak. 30.7.2007 08:17 Fara á ösnum í skólann Borgarstjóri einn í Kólumbíu hefur fundið nýja leið til að reyna að auka menntun barna í þorpunum í kring. 29.7.2007 19:46 Brown reyndi að slá á sögur um kólnandi samskipti Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að slá á sögur um að samskipti þjóðanna færu kólnandi og lagði áherslu á mikilvægi þeirrar öflugu samvinnu sem ríki þeirra á milli. 29.7.2007 19:09 Tveir þýskir ferðmenn drukkna við strendur Jótlands Tveir þýskir ferðamenn, móðir og sonur, drukknuðu í sjónum úti við danska bæinn Söndervig á vesturströnd Jótlands í dag. Pilturinn var á sundi þegar sterk undiralda hreif hann með sér á haf út. Móðirinn gerði tilraun til að bjarga syni sínum með fyrrgreindum afleiðingum. 29.7.2007 19:09 Shinzo Abe segir ekki af sér þrátt fyrir kosningaósigur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að hann viðurkenni ósigur síns flokks í kosningum til efri deildar japanska þingsins í dag. Ekki er þó útilokað að gerðar verði breytingar á ráðherraskipan innan ríkisstjórnarinnar á næstunni. 29.7.2007 17:06 Sameinað Írak fagnar sigri á Asíuleikunum Írakar hafa safnast þúsundum saman á götum úti til að fagna í sigri íraska fótbaltalandsliðsins á Saudi Aröbum í úrslitaleik liðanna á Asíuleikunum í Indónesíu í dag. Sjíar, Sunníar og Kúrdar þustu með fagnaðarlátum út á göturnar og heyra hefur mátt bílflautur þeyttar og byssuskot eftir að úrslitin lágu fyrir. 29.7.2007 16:35 Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði í Rússlandi Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði skömmu eftir flugtak í Moskvu í Rússlandi í nótt. Engan á jörðu niðri sakaði en flugvélin lenti í skóglendi og varð alelda á svipstundu. Ekki er vitað hver orsök slysins er. 29.7.2007 12:34 Hætta á flóðum hefur rénað Lík nítján ára pilts fannst umflotið vatni á vestur-Englandi í nótt en piltsins hafði verið saknað í um viku, eða frá því flóðin á svæðinu hófust. Hætta á flóðum á Bretlandseyjum hefur minnkað en rigningar sem gengu yfir suðvestur England í nótt höfðu töluvert minni áhrif en spáð hafði verið. 29.7.2007 12:13 Brown fundar með Bush í dag Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, fundar með Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að sannfæra Bandaríkjamenn um að hans koma í embættið myndi engu breyta í samskiptum þjóðanna. 29.7.2007 10:01 Japanar ganga að kjörborðinu Japanar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um helming sæta í efri deild japanska þingsins. Kosningarnar gætu orðið til þess að Sinzo Abe, forsætisráðherra Japana, þurfi að hrökklast úr embætti. 29.7.2007 09:54 Flóttamenn fá að fara í gegnum Ísrael til Vesturbakkans Þúsundir palestínskra flóttamanna sem nú eru strandaglópar í Egyptalandi hafa fengið leyfi til að fara til Vesturbakkans samkvæmt samkomulagi egypskra og ísraelskra stjórnvalda. Fólkið flúði til Egyptalands frá Gazasvæðinu eftir að Hamas-samtökin tóku völdin þar fyrr í sumar. 28.7.2007 20:41 Geimförum hjá NASA leyft að fljúga þrátt fyrir áfengisneyslu Geimförum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA hefur verið leyft að fljúga eftir mikla áfengisneyslu þrátt fyrir aðvaranir lækna. Yfirmaður hjá Nasa fullyrðir að eftirlit með áfengisneyslu geimfaranna verði hert svo slíkt gerist ekki aftur. 28.7.2007 19:06 Skipt um rafhlöður í Dick Cheney Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gekk undir uppskurð í dag þar sem skipt var um rafhlöður í gangþráð hans. Aðgerðin fór fram á George Washington háskólasjúkrahúsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og þótti takast vel. 28.7.2007 19:03 Sameinuðu þjóðirnar veita fé í uppbyggingu skólastarfs í Jórdaníu og Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að veita tæpum 130 milljónum bandaríkjadala, andvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna í uppbyggingu skólastarfs fyrir börn íraskra flóttamanna í Sýrlandi og Jórdaníu. Yfir hundrað og fimmtíu þúsund írösk flóttamannabörn búa þar og eiga þess ekki kost að ganga í skóla. 28.7.2007 18:57 Íbúar varaðir við áframhaldandi rigningu í Suður Englandi Lögregluyfirvöld í Suður Englandi hafa varað íbúa flóðasvæðanna við mikilli rigningu sem spáð hefur verið um helgina og er fólk hvatt til að halda sig inni. Gríðarlegt tjón hefur orðið á vegum, gróðri og húsum vegna flóðanna undanfarna daga og einna mest í Glosterskíri. Þúsundir manna eru enn án rafmagns og vatns. 28.7.2007 18:47 Sex falla í sjóbardaga við Sri Lanka Að minnsta kosti sex uppreisnarmenn Tamil tígra féllu í sjóbardaga milli þeirra og sjóhers Sri Lanka fyrir utan norðvesturströnd landsins í morgun. Mennirnir sex voru um borð í tveimur bátum og höfðu þeir falið sig í hópi um 60 indverskra fiskibáta. 28.7.2007 15:24 Skotinn í hausinn vegna ágreinings um reykingabann Breska lögreglan handtók í dag 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um morðið á James Oyebola,fyrrum þungavigtarmeistara í hnefaleikum. Oyebola var skotinn í höfuðið á skemmtistað í London á mánudaginn eftir að hann bað gesti um að hætta reykja inni á skemmtistaðnum. 28.7.2007 14:56 Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist. 28.7.2007 13:32 130.000 heimili vatnslaus í Gloucesterskíri Spáð er enn meiri rigningu í Englandi og Wales yfir helgina og gæti það aukið verulega á flóðahættu á þeim svæðum. Í kringum 130.000 heimili í Gloucesterskíri eru enn vatnslaus og talið er að ástandið muni ekki lagast næstu daga. 28.7.2007 12:16 Fjórir létust í þyrluslysi í Arisona ríki Fjórir létust þegar tvær þyrlur í eigu bandarískra sjónvarpsstöðva í Arisona ríki hröpuðu til jarðar í gær. Þyrlurnar hröpuðu báðar á skólalóð í borginni Phoenix eftir að þær höfðu verið að mynda lögregluna elta vörubíl. 28.7.2007 12:12 Fimm láta lífið í sprengingu í Bagdad Fimm létust og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunni var komið fyrir í trukk sem búið var að leggja við bílasölu. 28.7.2007 12:03 Fjórtán láta lífið vegna flóða á Indlandi og Bangladesh Að minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið í miklum flóðum sem nú geysa á Indlandi og í Bangladesh. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár hafa flætt yfir bakka sína og hundruðir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur rafmagn farið af stórum svæðum vegna flóðanna. 28.7.2007 11:36 Bandaríska þingið boðar aukið eftirlit Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér aukin fjárframlög til þeirra borga sem talin eru í mestri hryðjuverkahættu og verður öryggiseftirlit eflt á öllum sviðum. 28.7.2007 10:40 Ástralir sleppa meintum hryðjuverkamanni Indverskum lækni sem sakaður var um að vera einn höfuðpaura í bílsprengjutilraun í Bretlandi var í gær sleppt í Ástralíu eftir að yfirvöld þar í landi felldu niður málið vegna sönnunarskorts. 28.7.2007 10:27 Einn lætur lífið í skotárás í Manchester Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í Manchester í Bretlandi í nótt. Maðurinn var skotinn í Medlock sýslu í Manchester nálægt háskólanum í borginni á miðnætti í gær. Maðurinn lést þegar hann kom á spítalann. 28.7.2007 10:24 Endurvann sjálfa sig Konu í bænum Sittingbourne á Englandi var bjargað af slökkviliðsmönnum eftir að hún féll ofan í tunnu sem notuð er til endurvinnslu. Konan hafði ætlað að endurvinna föt þegar henni snérist hugur og reyndi hún að teygja sig eftir þeim ofan í tunnuna. 27.7.2007 23:22 Sjónvarpsþyrlur rákust saman í Phoenix Tvær sjónvarpsþyrlur rákust saman er þær voru að mynda bílaeltingarleik lögreglu í Phoenix í dag. Flugmaður og myndatökumaður voru í hvorri vél fyrir sig og létust allir. Við áreksturinn kviknaði í þyrlunum og hröpuðu þær til jarðar. Engin slys urðu á fólki á jörðu niðri. 27.7.2007 21:35 Spielberg hótar því að hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna Kvikmyndaframleiðandinn Steven Spielberg segir að hann muni mögulega hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking 2008 ef Kína tekur ekki harðar á málum í Súdan. 27.7.2007 21:13 Fíkniefnapeningum varið í meðferðarúrræði Lögregla í Bandaríkjunum handtók á miðvikudag Zhenli Ye Gon, mexíkóskan mann af kínverskum uppruna, fjórum mánuðum eftir að einn stærsti peningafundur fíkniefnasögunnar var gerður á heimili hans í Mexíkóborg. Peningar sem samsvara 205 milljónum Bandaríkjadala fundust þar bak við falska veggi. 27.7.2007 20:00 Rigningum spáð á flóðasvæðum í Bretlandi um helgina Íbúar flóðasvæðanna í Bretlandi búa sig nú undir miklar rigningar sem spáð er um helgina. Fjölmargir hafa snúið aftur til síns heima en margir eru þó enn án drykkjavatns. Karl Bretaprins og eiginkona hans Kamilla heimsóttu íbúa flóðasvæðanna í dag. 27.7.2007 18:46 Króna veikist vegna óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum Krónan hefur veikst um tæp þrjú prósent á síðustu þremur dögum en talið er að rekja megi lækkunina til óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið . 27.7.2007 18:42 Unglingar myrtir í Lundúnum Sautján unglingar hafa verið skotnir eða stungnir til bana í Lundúnum á þessu ári. Breska lögreglan leitar nokkurra unglinga sem taldir eru tilheyra glæpagengi en þeir eru grunaðir um að hafa myrt sextán ára pilt í suðurhluta Lundúna í gær. Piltarnir eltu fórnarlambið uppi á hjólum í ninjubúningum og skutu til bana. 27.7.2007 18:35 Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans. 27.7.2007 18:29 Kaþólskir trúboðar í Second Life Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum. 27.7.2007 16:17 Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag. 27.7.2007 16:04 Tour de France er sjúkur sirkus Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann. 27.7.2007 15:11 Sko- ég vil hafa mínar kellingar Arabískur höfðingi frá Katar seinkaði flugi British Airways frá Linate flugvellinum í Mílanó um nærri þrjá tíma þar sem þrjár konur skyldar honum sátu við hlið karlmanna sem þær þekktu ekki. 27.7.2007 15:02 Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi. 27.7.2007 14:09 Danir reka Íraka úr landi Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim. 27.7.2007 13:59 Krónprinsessa Noregs - Marta Lovísa læknaði mig Norska krónprinsessan Mette-Marit hefur upplýst að Marta Lovísa prinsessa sem er mágkona hennar hafi læknað sig af slæmum nýrnakvilla með því að leggja yfir sig hendur. Mette-Marit segir frá þessu í opinberri ævisögu Mörtu Lovísu, sem er í vinnslu. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar Marta Lovísa skýrði frá því að hún gæti talað bæði við engla og dýr. 27.7.2007 13:43 11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu. 27.7.2007 13:17 Rottur herja á flóðasvæði í Englandi Rottur herja nú á flóðahús í Bretlandi á sama tíma og eigendur þeirra hafa sumir hverjir haldið heim á ný. Karl Bretaprins heimsækir íbúa á flóðasvæðinu í dag en þúsundir eru enn án rafmagns og vatns. 27.7.2007 13:15 Suður-Kóreumenn í haldi talibana enn á lífi 22 Suður-Kóreumenn sem eru í haldi talibana í Afganistan eru enn á lífi þrátt fyrir að frestur sem þeir gáfu til þess að semja um lausn þeirra hafi runnið út. Munir Mungal, aðstoðarinnanríkisráðherra Afganistan, sem er í samninganefndinni sem reynir að fá Suður-Kóreumennina lausa, skýrði frá þessu í morgun. 27.7.2007 12:37 Hundruð þúsunda Indverja flýja heimili sín vegna flóða Gríðarlegar rigningar í Indlandi undanfarnar vikur hafa neytt hundruð þúsunda í austurhluta landsins til þess að flýja heimili sín. Í ríkinu Bihar, sem er í austurhluta Indlands, hefur 21 látið lífið. Þá hafa tæplega 1.800 hús eyðilagst. Samgöngur hafa raskast verulega þar sem vegir og járnbrautarteinar skemmdust töluvert. 27.7.2007 12:17 Sjá næstu 50 fréttir
Talað við trén í símann Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar. 30.7.2007 09:00
Tekist á um fjölkvæni í Danmörku Danskir stjórnmálamenn, jafnt sem kirkjunnar menn takast nú á um fjölkvæni Íraska túlksins, sem dönsk stjórnvöld ákváðu að bjóða landvistarleyfi í Danmörku vegna heimkvaðningar danska herliðsins í Írak. 30.7.2007 08:17
Fara á ösnum í skólann Borgarstjóri einn í Kólumbíu hefur fundið nýja leið til að reyna að auka menntun barna í þorpunum í kring. 29.7.2007 19:46
Brown reyndi að slá á sögur um kólnandi samskipti Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, flaug til fundar við Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að slá á sögur um að samskipti þjóðanna færu kólnandi og lagði áherslu á mikilvægi þeirrar öflugu samvinnu sem ríki þeirra á milli. 29.7.2007 19:09
Tveir þýskir ferðmenn drukkna við strendur Jótlands Tveir þýskir ferðamenn, móðir og sonur, drukknuðu í sjónum úti við danska bæinn Söndervig á vesturströnd Jótlands í dag. Pilturinn var á sundi þegar sterk undiralda hreif hann með sér á haf út. Móðirinn gerði tilraun til að bjarga syni sínum með fyrrgreindum afleiðingum. 29.7.2007 19:09
Shinzo Abe segir ekki af sér þrátt fyrir kosningaósigur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að hann viðurkenni ósigur síns flokks í kosningum til efri deildar japanska þingsins í dag. Ekki er þó útilokað að gerðar verði breytingar á ráðherraskipan innan ríkisstjórnarinnar á næstunni. 29.7.2007 17:06
Sameinað Írak fagnar sigri á Asíuleikunum Írakar hafa safnast þúsundum saman á götum úti til að fagna í sigri íraska fótbaltalandsliðsins á Saudi Aröbum í úrslitaleik liðanna á Asíuleikunum í Indónesíu í dag. Sjíar, Sunníar og Kúrdar þustu með fagnaðarlátum út á göturnar og heyra hefur mátt bílflautur þeyttar og byssuskot eftir að úrslitin lágu fyrir. 29.7.2007 16:35
Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði í Rússlandi Sjö létu lífið þegar flutningavél hrapaði skömmu eftir flugtak í Moskvu í Rússlandi í nótt. Engan á jörðu niðri sakaði en flugvélin lenti í skóglendi og varð alelda á svipstundu. Ekki er vitað hver orsök slysins er. 29.7.2007 12:34
Hætta á flóðum hefur rénað Lík nítján ára pilts fannst umflotið vatni á vestur-Englandi í nótt en piltsins hafði verið saknað í um viku, eða frá því flóðin á svæðinu hófust. Hætta á flóðum á Bretlandseyjum hefur minnkað en rigningar sem gengu yfir suðvestur England í nótt höfðu töluvert minni áhrif en spáð hafði verið. 29.7.2007 12:13
Brown fundar með Bush í dag Gordon Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands, fundar með Bush Bandaríkjaforseta í dag. Brown reyndi fyrir ferðina að sannfæra Bandaríkjamenn um að hans koma í embættið myndi engu breyta í samskiptum þjóðanna. 29.7.2007 10:01
Japanar ganga að kjörborðinu Japanar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um helming sæta í efri deild japanska þingsins. Kosningarnar gætu orðið til þess að Sinzo Abe, forsætisráðherra Japana, þurfi að hrökklast úr embætti. 29.7.2007 09:54
Flóttamenn fá að fara í gegnum Ísrael til Vesturbakkans Þúsundir palestínskra flóttamanna sem nú eru strandaglópar í Egyptalandi hafa fengið leyfi til að fara til Vesturbakkans samkvæmt samkomulagi egypskra og ísraelskra stjórnvalda. Fólkið flúði til Egyptalands frá Gazasvæðinu eftir að Hamas-samtökin tóku völdin þar fyrr í sumar. 28.7.2007 20:41
Geimförum hjá NASA leyft að fljúga þrátt fyrir áfengisneyslu Geimförum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA hefur verið leyft að fljúga eftir mikla áfengisneyslu þrátt fyrir aðvaranir lækna. Yfirmaður hjá Nasa fullyrðir að eftirlit með áfengisneyslu geimfaranna verði hert svo slíkt gerist ekki aftur. 28.7.2007 19:06
Skipt um rafhlöður í Dick Cheney Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gekk undir uppskurð í dag þar sem skipt var um rafhlöður í gangþráð hans. Aðgerðin fór fram á George Washington háskólasjúkrahúsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og þótti takast vel. 28.7.2007 19:03
Sameinuðu þjóðirnar veita fé í uppbyggingu skólastarfs í Jórdaníu og Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að veita tæpum 130 milljónum bandaríkjadala, andvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna í uppbyggingu skólastarfs fyrir börn íraskra flóttamanna í Sýrlandi og Jórdaníu. Yfir hundrað og fimmtíu þúsund írösk flóttamannabörn búa þar og eiga þess ekki kost að ganga í skóla. 28.7.2007 18:57
Íbúar varaðir við áframhaldandi rigningu í Suður Englandi Lögregluyfirvöld í Suður Englandi hafa varað íbúa flóðasvæðanna við mikilli rigningu sem spáð hefur verið um helgina og er fólk hvatt til að halda sig inni. Gríðarlegt tjón hefur orðið á vegum, gróðri og húsum vegna flóðanna undanfarna daga og einna mest í Glosterskíri. Þúsundir manna eru enn án rafmagns og vatns. 28.7.2007 18:47
Sex falla í sjóbardaga við Sri Lanka Að minnsta kosti sex uppreisnarmenn Tamil tígra féllu í sjóbardaga milli þeirra og sjóhers Sri Lanka fyrir utan norðvesturströnd landsins í morgun. Mennirnir sex voru um borð í tveimur bátum og höfðu þeir falið sig í hópi um 60 indverskra fiskibáta. 28.7.2007 15:24
Skotinn í hausinn vegna ágreinings um reykingabann Breska lögreglan handtók í dag 19 ára gamlan pilt sem grunaður er um morðið á James Oyebola,fyrrum þungavigtarmeistara í hnefaleikum. Oyebola var skotinn í höfuðið á skemmtistað í London á mánudaginn eftir að hann bað gesti um að hætta reykja inni á skemmtistaðnum. 28.7.2007 14:56
Sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af hermannaveiki Flytja þurfti sex farþegar á skemmtiferðarskipi á spítala í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun eftir að grunur vaknaði um að þeir hefðu sýkst af hermannaveiki. Skipið var á ferð um Eystrasaltið þegar fólkið veiktist. 28.7.2007 13:32
130.000 heimili vatnslaus í Gloucesterskíri Spáð er enn meiri rigningu í Englandi og Wales yfir helgina og gæti það aukið verulega á flóðahættu á þeim svæðum. Í kringum 130.000 heimili í Gloucesterskíri eru enn vatnslaus og talið er að ástandið muni ekki lagast næstu daga. 28.7.2007 12:16
Fjórir létust í þyrluslysi í Arisona ríki Fjórir létust þegar tvær þyrlur í eigu bandarískra sjónvarpsstöðva í Arisona ríki hröpuðu til jarðar í gær. Þyrlurnar hröpuðu báðar á skólalóð í borginni Phoenix eftir að þær höfðu verið að mynda lögregluna elta vörubíl. 28.7.2007 12:12
Fimm láta lífið í sprengingu í Bagdad Fimm létust og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunni var komið fyrir í trukk sem búið var að leggja við bílasölu. 28.7.2007 12:03
Fjórtán láta lífið vegna flóða á Indlandi og Bangladesh Að minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið í miklum flóðum sem nú geysa á Indlandi og í Bangladesh. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár hafa flætt yfir bakka sína og hundruðir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur rafmagn farið af stórum svæðum vegna flóðanna. 28.7.2007 11:36
Bandaríska þingið boðar aukið eftirlit Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér aukin fjárframlög til þeirra borga sem talin eru í mestri hryðjuverkahættu og verður öryggiseftirlit eflt á öllum sviðum. 28.7.2007 10:40
Ástralir sleppa meintum hryðjuverkamanni Indverskum lækni sem sakaður var um að vera einn höfuðpaura í bílsprengjutilraun í Bretlandi var í gær sleppt í Ástralíu eftir að yfirvöld þar í landi felldu niður málið vegna sönnunarskorts. 28.7.2007 10:27
Einn lætur lífið í skotárás í Manchester Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í Manchester í Bretlandi í nótt. Maðurinn var skotinn í Medlock sýslu í Manchester nálægt háskólanum í borginni á miðnætti í gær. Maðurinn lést þegar hann kom á spítalann. 28.7.2007 10:24
Endurvann sjálfa sig Konu í bænum Sittingbourne á Englandi var bjargað af slökkviliðsmönnum eftir að hún féll ofan í tunnu sem notuð er til endurvinnslu. Konan hafði ætlað að endurvinna föt þegar henni snérist hugur og reyndi hún að teygja sig eftir þeim ofan í tunnuna. 27.7.2007 23:22
Sjónvarpsþyrlur rákust saman í Phoenix Tvær sjónvarpsþyrlur rákust saman er þær voru að mynda bílaeltingarleik lögreglu í Phoenix í dag. Flugmaður og myndatökumaður voru í hvorri vél fyrir sig og létust allir. Við áreksturinn kviknaði í þyrlunum og hröpuðu þær til jarðar. Engin slys urðu á fólki á jörðu niðri. 27.7.2007 21:35
Spielberg hótar því að hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna Kvikmyndaframleiðandinn Steven Spielberg segir að hann muni mögulega hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking 2008 ef Kína tekur ekki harðar á málum í Súdan. 27.7.2007 21:13
Fíkniefnapeningum varið í meðferðarúrræði Lögregla í Bandaríkjunum handtók á miðvikudag Zhenli Ye Gon, mexíkóskan mann af kínverskum uppruna, fjórum mánuðum eftir að einn stærsti peningafundur fíkniefnasögunnar var gerður á heimili hans í Mexíkóborg. Peningar sem samsvara 205 milljónum Bandaríkjadala fundust þar bak við falska veggi. 27.7.2007 20:00
Rigningum spáð á flóðasvæðum í Bretlandi um helgina Íbúar flóðasvæðanna í Bretlandi búa sig nú undir miklar rigningar sem spáð er um helgina. Fjölmargir hafa snúið aftur til síns heima en margir eru þó enn án drykkjavatns. Karl Bretaprins og eiginkona hans Kamilla heimsóttu íbúa flóðasvæðanna í dag. 27.7.2007 18:46
Króna veikist vegna óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum Krónan hefur veikst um tæp þrjú prósent á síðustu þremur dögum en talið er að rekja megi lækkunina til óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið . 27.7.2007 18:42
Unglingar myrtir í Lundúnum Sautján unglingar hafa verið skotnir eða stungnir til bana í Lundúnum á þessu ári. Breska lögreglan leitar nokkurra unglinga sem taldir eru tilheyra glæpagengi en þeir eru grunaðir um að hafa myrt sextán ára pilt í suðurhluta Lundúna í gær. Piltarnir eltu fórnarlambið uppi á hjólum í ninjubúningum og skutu til bana. 27.7.2007 18:35
Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans. 27.7.2007 18:29
Kaþólskir trúboðar í Second Life Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum. 27.7.2007 16:17
Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag. 27.7.2007 16:04
Tour de France er sjúkur sirkus Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann. 27.7.2007 15:11
Sko- ég vil hafa mínar kellingar Arabískur höfðingi frá Katar seinkaði flugi British Airways frá Linate flugvellinum í Mílanó um nærri þrjá tíma þar sem þrjár konur skyldar honum sátu við hlið karlmanna sem þær þekktu ekki. 27.7.2007 15:02
Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi. 27.7.2007 14:09
Danir reka Íraka úr landi Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim. 27.7.2007 13:59
Krónprinsessa Noregs - Marta Lovísa læknaði mig Norska krónprinsessan Mette-Marit hefur upplýst að Marta Lovísa prinsessa sem er mágkona hennar hafi læknað sig af slæmum nýrnakvilla með því að leggja yfir sig hendur. Mette-Marit segir frá þessu í opinberri ævisögu Mörtu Lovísu, sem er í vinnslu. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar Marta Lovísa skýrði frá því að hún gæti talað bæði við engla og dýr. 27.7.2007 13:43
11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu. 27.7.2007 13:17
Rottur herja á flóðasvæði í Englandi Rottur herja nú á flóðahús í Bretlandi á sama tíma og eigendur þeirra hafa sumir hverjir haldið heim á ný. Karl Bretaprins heimsækir íbúa á flóðasvæðinu í dag en þúsundir eru enn án rafmagns og vatns. 27.7.2007 13:15
Suður-Kóreumenn í haldi talibana enn á lífi 22 Suður-Kóreumenn sem eru í haldi talibana í Afganistan eru enn á lífi þrátt fyrir að frestur sem þeir gáfu til þess að semja um lausn þeirra hafi runnið út. Munir Mungal, aðstoðarinnanríkisráðherra Afganistan, sem er í samninganefndinni sem reynir að fá Suður-Kóreumennina lausa, skýrði frá þessu í morgun. 27.7.2007 12:37
Hundruð þúsunda Indverja flýja heimili sín vegna flóða Gríðarlegar rigningar í Indlandi undanfarnar vikur hafa neytt hundruð þúsunda í austurhluta landsins til þess að flýja heimili sín. Í ríkinu Bihar, sem er í austurhluta Indlands, hefur 21 látið lífið. Þá hafa tæplega 1.800 hús eyðilagst. Samgöngur hafa raskast verulega þar sem vegir og járnbrautarteinar skemmdust töluvert. 27.7.2007 12:17