Fleiri fréttir

Lögreglumenn drepnir í jarðarför

Fjórir írakskir lögreglumenn létust og átta manns slösuðust í sprengjuárás í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Fólkið var fylgja lögreglumanni sem lést í gær til grafar þegar sprengja sprakk við veginn sem það fór um.

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Spenna magnast í Beirút í Líbanon. Bílsprengja sprakk þar í nótt og forseti landsins notaði tækifærið í morgun til að hvetja stjórn og stjórnarandstöðu til að ræða málin og ná samkomulagi sín á milli áður en allt fer úr böndunum.

Hatrammar deilur um líknardráp

Skoðanamunur Bandaríkjamanna á líknardrápi endurspeglast í hatrömmum deilum aðstandanda heilaskaddaðrar bandarískrar konu. Málið hefur vakið heimsathygli en deilurnar snúast um það hvort halda eigi lífi í konunni eða leyfa henni að deyja.

Brotlenti í Viktoríuvatni

Flutningavél á vegum Ethiopian Airlines endaði í Viktoríuvatni þegar reynt var að lenda henni á flugvelli í Úganda í morgun. Fimm manna áhöfn vélarinnar slasaðist alvarlega í slysinu. Flugvélin, sem var að gerðinni Boeing 707, hafði þurft að hætta við lendingu í fyrstu tilraun vegna mikillar rigningar og í annarri tilraun tókst flugmanninum ekki að stöðva vélina á flugbrautinni þannig að hún fór út af henni og út í vatnið og brotnaði þar í nokkra hluta.

Brutust inn í villu Berlusconis

Um hundrað Sardiníubúar réðust inn í villu Silvios Berlusconis á eyjunni í dag til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um sjálfstæði Sardiníu. Fólkið komst að sundlauginni við glæsihúsið áður en lögreglu tókst að reka það út, en talsmaður hópsins segir innbrotið hafa verið pólitískan gjörning ætlaðan til að undirstrika yfirráðarétt íbúa Sardiníu yfir landi á eyjunni.

Vilja hermenn frá Írak

Tugir þúsunda gengu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla innrásinni í Írak og krefjast þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kallaði breska hermenn heim frá landinu. Fólkið gekk frá Hyde Park og fram hjá bandaríska sendiráðinu en lauk ferð sinni á Trafalgar-torgi.

Vill N-Kóreu að samningaborðinu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í síðasta mánuði að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum um leið og þeir drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um áætlunina.

Simpansar seigir í hlutabréfaleik

Mæðgurnar Trunta og Giggi geta ýmislegt fleira en að éta banana og liggja í leti. Þær eru í augnablikinu á meðal stigahæstu keppenda í risastórum hlutabréfaleik sem danska dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> stendur fyrir.

Léstust í bílaeltingarleik

Fjórir fylgismenn fyrrverandi uppreisnarleiðtogans Husseins al-Houthi létust í dag þegar þeir reyndu flýja eftir að hafa skipst á skotum við lögreglu á vopnamarkaði í Saada-héraði í Jemen. Mennirnir létust þegar bíll sem þeir voru á valt eftir árekstur við bíl öryggissveitar lögreglu. Þrír aðrir uppreinsarmenn slösuðust og sömuleiðis einn lögreglumaður.

Saka Sýrlendinga um tilræði

Stjórnarandstaðan í Líbanon sakar leyniþjónustu landsins, sem Sýrlendingar styðja, um bílsprengjutilræðið í hverfi kristinna í austurhluta Beirút í morgun. Ellefu særðust í sprengingunni en hún reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum blokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust.

Enn og aftur námuslys í Kína

Sautján námumenn létust og 52 er saknað eftir enn eitt námuslysið í Kína í morgun. Talið er að gassprenging hafi orðið í námunni, sem er kolanámuhéraðinu Shanxi í norðurhluta Kína. Tveimur mönnum hefur verið bjargað en 52 eru sagðir fastir inni í námunni.

Fjölmenn mótmæli víða um heim

Það var ekki bara á Íslandi sem þess var minnst í dag að tvö ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Tímamótanna var minnst um allan heim og fjölmennust urðu mótmælin í þeim löndum sem eiga hermenn í Írak.

Sýrlandsher fari fyrir kosningar

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að allur herafli Sýrlendinga verði að vera farinn frá Líbanon í lok apríl þegar þingkosningar verða haldnar í landinu. Í yfirlýsingu frá Annan segir að kosningarnar verði að vera lausar við erlenda íhlutun og ekki sé rétt að fresta þeim. Annan tók sérstaklega fram að leyniþjónusta Sýrlendinga ætti að hverfa frá Líbanon á sama tíma og herlið landsins.

Hafa áhyggjur af málum í Nepal

Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins.

Wolfowitz býður fram sáttahönd

Paul Wolfowitz, sem var tilnefndur bankastjóri Alþjóðabankans í vikunni, segist þurfa að hlusta á góð ráð margra manna áður en hann geti sett mark sitt á stefnu bankans. Tilnefning Wolfowitz hefur vakið hörð viðbrögð enda hefur hann hingað til þótt einn mesti stríðshaukurinn í liði Bush Bandaríkjaforseta.

N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast

Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir.

Fundað um uppbyggingarstarf

Hvernig verður sex milljörðum bandaríkjadala best varið til uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu? Embættismenn frá löndunum fimm sem verst urðu úti í hamförunum funda í dag með yfirmönnum hjálparstofnana þar sem reynt verður að finna svar við þessari spurningu. Aðalvandinn er að samræma uppbyggingarstarfið og koma í veg fyrir að spilling eigi sér stað.

Yfirheyrir hermann vegna tilræðis

Lögregla í Rússlandi yfirheyrir nú fyrrverandi sérsveitarmann í tengslum við morðtilraun á Anatolí Tsjúbaís, forstjóra rússneska ríkisolíufyrirtækisins og einum þekktasta umbótasinna Rússlands. Tsjúbaís slapp ómeiddur þegar árásarmenn sprengdu sprengju við hlið bifreiðar hans í gærmorgun og skutu úr sjálfvirkum rifflum á bílalestina hans.

Taka Brown fram yfir frumvarp

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mælti í gær fyrir fjárlagafrumvarpi bresku ríkisstjórnarinnar. Grannt var fylgst með enda segja stjórnmálaskýrendur víst að þar hafi næsti forsætisráðherra látið til sín heyra.

Seldu Íran og Kína stýriflaugar

Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum <em>Financial Times</em>. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur.

Offita gæti bjargað velferðarkerfi

Offita gæti komið velferðarkerfinu til bjargar. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að almannatryggingum og ellilífeyriskerfum sé borgið þar sem stór hluti offeits fólks deyi ungur og verði því ekki byrði á kerfinu.

Tvær sjálfsmorðsárásir á hermenn

Uppreisnarmenn í bænum Haditha í Írak gerðu tvær sjálfsmorðsárásir á bandaríska hermenn þegar þeir hugðust leita andspyrnumanna í bænum. Árásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp nærri eftirlitssveit á vegum Bandaríkjahers skömmu eftir að hún kom inn í bæinn og stuttu síðar sprengdi annar uppreisnarmaður sig í loft upp þegar hersveitin reyndi tryggja svæðið eftir fyrri árásina.

Bush og Sharon funda í apríl

Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum.

Samráðið um svarta gullið

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ráða lögum og lofum í verðmyndun á olíu í heiminum. Framleiðslukvótar þeirra eru án efa stærsta olíusamráð sögunnar enda græða þau á tá og fingri.

Sagður hafa selt Saddam eiturgas

Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi.

Áfrýjun Mussolini vísað frá

Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl.

Myrti hálfsystur sína í klíkuárás

Fjórir menn á þrítugsaldri voru í dag sakfelldir fyrir að drepa tvær táningsstúlkur í Brimingham á Englandi á gamlárskvöld. Mennirnir munu hafa ekið fram hjá húsi þar sem haldin var teiti og látið látið kúlum rigna yfir gesti sem staddir voru fyrir utan húsið. Mennirnir eru taldir tilheyra glæpaklíku í Birmingham og er einn þeirra hálfbróðir annarrar stúlkunnar sem lést í árásinni.

Slepptu sænskum borgara úr haldi

Minas al-Yousifi, sænsk-írökskum stjórnmálamanni sem rænt var í Bagdad í janúar, var sleppt úr höndum mannræningja í dag. Yousifi hafði snúið aftur til Íraks fyrir tveimur árum í kjölfar falls stjórnar Saddams Husseins, til þess að endurreisa flokk sinn, Kristinlega demókrata, en var rænt í byrjun árs af herdeild írakskra uppreisnarmanna.

Líkur á að hamfarir endurtaki sig

Líkur eru á því að hamfarirnar í Indlandshafi endurtaki sig og það frekar fyrr en síðar, samkvæmt nýjum rannsóknum. Núr er reynt að skipuleggja uppbyggingarstarf á svæðinu og útdeila peningum sem hafa þó ekki skilað sér nema að litlum hluta.

Hömlulaus ærsl á Neverland

Fyrrverandi húshjálp á búgarði Michaels Jacksons, Neverland, sagði frá því fyrir rétti að hún hefði kallað búgarðinn "unaðseyju Gosa" vegna þess að börn fengu að ærslast þar hömlulaust án eftirlits fullorðinna. Hún sagðist ítrekað hafa séð börn láta þannig að álykta mátti að þau væru undir áhrifum áfengis.

Sjíar ráðast inn í sendiráð

Yfir tvö þúsund sjíar fóru í mótmælagöngu í Bagdad í gær og brutu nokkrir þeirra sér leið inn í jórdanska sendiráðið.

Mussolini ekki í framboði

Áfrýjunardómstóll í Róm hefur úrskurðað að hægriflokkur Alessöndru Mussolini, barnabarns fasistaleiðtogans Benito Mussolini, megi ekki bjóða fram í héraðskosningum í landinu í næsta mánuði.

Eldflaugasmygl til Írans og Kína

Úkraínskir vopnasalar smygluðu átján eldflaugum sem geta borið kjarnaodda til Írans og Kína á meðan Leoníd Kútsjma gegndi forsetaembætti í Úkraínu. Enn syrtir í álinn fyrir forsetann fyrrverandi.

Ölvun og áflog í Dyflinni

Yfir 700 manns voru handteknir víðs vegar um Írland í fyrrakvöld, á degi heilags Patreks, verndardýrlings landsins.

Spá stórfjölgun flugfarþega

Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórnarinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum.

Svíar fengu óvæntan glaðning

Um tíu þúsund Svíar fengu óvæntan glaðning inn á bankareikninga sína í vikunni þegar tölvuvilla olli því að ríkissjóður greiddi út sem nemur nærri tíu milljörðum íslenskra króna of mikið í vexti af spariskírteinum.

Hraðlið verði viðbragðsfljótara

Varnarmálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sátu í gær á rökstólum um þá tillögu að stytta um helming viðbragðstímann sem það tekur að ræsa út sérsveitir sem sambandið á að geta sent til að sinna bráðaverkefnum utan landamæra sambandsins.

Simonis segir af sér

Heide Simonis, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra norður-þýska sambandslandsins Slésvíkur-Holtsetalands síðustu tvö kjörtímabil, sagði af sér í gær eftir að henni mistókst að fá meirihlutastuðning þingmanna á nýkjörnu þingi í Kiel.

Töluvert mannfall eftir sprengingu

Um tuttugu manns eru ýmist látnir eða illa særðir eftir sprengjuárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Sprengingin varð í miðborginni en ekki er vitað hverjir stóðu að árásinni.

Berlusconi að draga í land?

Silvio Berlusconi virðist eitthvað vera að draga í land með þá ákvörðun sína að fara með herlið Ítala burt frá Írak í september. Í gær sagði Berlusconi að ekki væri búið að ákveða hvenær herinn færi og það yrði að gerast í góðri sátt við bandamenn landsins.

Sýknaðir af hryðjuverkaárás

Kanadískur dómstóll sýknaði í gær tvo Indverja af ákæru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði sem varð meira en þrjú hundruð manns að bana fyrir tuttugu árum síðan. Mönnunum var gefið að sök að hafa komið fyrir sprengju um borð í Air India flugvél sem var á leiðinni frá Kanada til Indlands árið 1985.

Berjast gegn Da Vinci lyklinum

Háttsettir menn innan kaþólsku kirkjunnar berjast nú hatrammri baráttu gegn metsölubókinni, <em>Da Vinci lyklinum</em>. Í bókinni, sem notið hefur fádæma vinsælda um allan heim, er því meðal annars haldið fram að Jesús hafi gifst Maríu Magdalenu og átt með henni afkomendur.

Forstjóri varð fyrir sprengjuárás

Anatoly Chubais, forstjóri orkufyrirtækisins Unified Energy Systems í Rússlandi, varð fyrir skot- og sprengjuárás þegar hann var á leið til vinnu sinnar í morgun. Hann slapp ómeiddur frá tilræðinu.

Fyrsta hluta brottflutnings lokið

Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin.

Sjá næstu 50 fréttir