Erlent

Tvær sjálfsmorðsárásir á hermenn

Uppreisnarmenn í bænum Haditha í Írak gerðu tvær sjálfsmorðsárásir á bandaríska hermenn þegar þeir hugðust leita andspyrnumanna í bænum. Árásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp nærri eftirlitssveit á vegum Bandaríkjahers skömmu eftir að hún kom inn í bæinn og stuttu síðar sprengdi annar uppreisnarmaður sig í loft upp þegar hersveitin reyndi tryggja svæðið eftir fyrri árásina. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli í röðum Bandaríkjahers. Bærinn Haditha er í héraði í vesturhluta Íraks þar sem súnnítar ráða lögum og lofum, en uppreisnarmenn úr þeirra röðum eru taldir bera ábyrgð á fjölmörgum árásum á Bandaríkjaher og sjíta í Írak síðustu mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×