Erlent

Forstjóri varð fyrir sprengjuárás

Anatoly Chubais, forstjóri orkufyrirtækisins Unified Energy Systems í Rússlandi, varð fyrir skot- og sprengjuárás þegar hann var á leið til vinnu sinnar í morgun. Hann slapp ómeiddur frá tilræðinu. Skotið var á bíl hans og reynt að sprengja hann upp þegar hann var nýlega lagður af stað frá heimili sínu í Minsk. Ekki er enn vitað hverjir voru að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×