Erlent

N-Kórea: Aftökur sagðar viðgangast

Opinberar aftökur virðast eiga sér stað í Norður-Kóreu enn þann dag í dag. Á myndum sem japönsk netfréttastofa segist hafa náð þann 1. mars sést þegar aftökusveit skýtur mann til bana fyrir framan fjölda fólks. Þá náði fréttastofan einnig óljósari myndum af því þegar tveir menn voru skotnir til bana á sama hátt daginn eftir. Ekki hefur þó verið staðfest að myndirnar séu ósviknar og embættismenn í utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segjast ekkert vita um málið. Fréttastofan sem náði myndunum segist hafa heimildir fyrir því að mennirnir hafi verið teknir af lífi fyrir að hafa reynt að flýja til Kína og smygla þangað fleira fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×