Erlent

Berjast gegn Da Vinci lyklinum

Háttsettir menn innan kaþólsku kirkjunnar berjast nú hatrammri baráttu gegn metsölubókinni, Da Vinci lyklinum. Í bókinni, sem notið hefur fádæma vinsælda um allan heim, er því meðal annars haldið fram að Jesús hafi gifst Maríu Magdalenu og átt með henni afkomendur. Þetta og fleira hefur farið mjög fyrir brjóstið á kaþólikkum um víða veröld og hafa sumir þeirra ákveðið að grípa til aðgerða. Þannig hefur Tarcisio Bertone, kardínáli í Genova, t.a.m. sett af stað námskeið sem ber yfirskriftina „Saga án sögu“ þar sem hann hrekur margt af því sem fram kemur í bókinni. Og hann segir bókina ýta undir fordóma gegn kaþólikkum. Í sama streng tekur yfirmaður bandaríska hluta kaþólsku kirkjunnar sem einnig hefur haldið fyrirlestra víða um heim í þeim tilgangi að hrekja boðskap bókarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×