Erlent

Svíar fengu óvæntan glaðning

Um tíu þúsund Svíar fengu óvæntan glaðning inn á bankareikninga sína í vikunni þegar tölvuvilla olli því að ríkissjóður greiddi út sem nemur nærri tíu milljörðum íslenskra króna of mikið í vexti af spariskírteinum. Í gær var gefin út áskorun til allra sem orðið höfðu hins óvænta glaðnings aðnjótandi að skila honum hið snarasta, ellegar ættu þeir "lagalegar aðgerðir" yfir höfði sér. Tölvuvilla olli því að vextirnir voru greiddir út þrisvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×