Erlent

Hafa áhyggjur af málum í Nepal

Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðarástand kunni að skapast í Nepal. Síðan konungur landsins hrifsaði öll völd í sínar hendur í febrúar hafa uppreisnarmenn ítrekað gert árásir og munu almennir borgarar líða mest fyrir það ef ástandið verður óbreytt. Vegna þess hve eldfimt ástandið er komast matar- og sjúkrabirgðir oft ekki til borgara landsins. Sameinuðu þjóðirnar hvetja alla sem að málinu koma til þess að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa óbreyttum borgurum í Nepal á næstu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×