Erlent

Áfrýjun Mussolini vísað frá

Ítalskur dómstóll hefur vísað frá áfrýjun Alessöndru Mussolini, barnabarns einræðisherrans Benitos Mussolinis, á máli sem hún höfðaði í kjölfar þess að flokki hennar var meinað að bjóða fram í héraðskosingum í Lazio. Kjörstjórn hafði úrskurðað að Mussolini hefði falsað nöfn á meðmælendalista sína fyrir kosningarnar og var flokki hennar, sem telst vera öfgahægriflokkur, meinað að taka þátt í kosningunum sem fram fara þriðja og fjórða apríl. Þessu undi Mussolini ekki og áfrýjaði til dómstóls í Róm og fór um leið í hungurverkfall fyrir utan dómhúsið til þess að mótmæla banninu. Nú hefur dómstóllinn sem sagt vísað áfrýjun hennar frá en Mussolini er hins vegar ekki af baki dottin og hyggst leita réttar síns fyrir æðri dómstólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×