Erlent

Myrti hálfsystur sína í klíkuárás

Fjórir menn á þrítugsaldri voru í dag sakfelldir fyrir að drepa tvær táningsstúlkur í Brimingham á Englandi á gamlárskvöld. Mennirnir munu hafa ekið fram hjá húsi þar sem haldin var teiti og látið látið kúlum rigna yfir gesti sem staddir voru fyrir utan húsið. Mennirnir eru taldir tilheyra glæpaklíku í Birmingham og er einn þeirra hálfbróðir annarrar stúlkunnar sem lést í árásinni. Þá voru þeir sakfelldir fyrir að reyna að myrða tvær aðrar stúlkur, en þær særðust í árásinni. Málið hefur vakið mikla athygli á Englandi og var um tíma óttast að mennirnir yrðu ekki sóttir til saka þar sem vitni treystu sér ekki til að vitna gegn þeim af ótta við hefndir. En eftir að ákæruvaldið greip til ýmissa ráðstafana, svo sem að hafa vitni ekki í réttarsal með hinum ákærðu og breyta röddum vitnanna og gefa þeim dulnefni, tókst að halda réttarhöldunum áfram og verður dómur kveðinn upp yfir fjórmenningunum á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×