Erlent

Bush og Sharon funda í apríl

MYND/AP
Ariel Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, mun heimsækja George Bush Bandaríkjaforseta í næsta mánuði á búgarð hans í Texas til þess að ræða friðarferlið í Miðausturlöndum. Frá þessu greindi Hvíta húsið í dag. Talið er að með þessu vilji Bush ítreka stuðning sinn við Sharon sem hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna áætlana um að Ísraelar yfirgefi allar landnemabyggðir á Gasaströndini og nokkrar á Vesturbakkanum. Þetta er fyrsta heimsókn forsætisráðherrans á búgarð Bush í Crawford en upphaflega gerðu ísraelsk yfirvöld ráð fyrir því að Bush og Sharon funduðu í Washington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×