Erlent

Fundað um uppbyggingarstarf

Hvernig verður sex milljörðum bandaríkjadala best varið til uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu? Embættismenn frá löndunum fimm sem verst urðu úti í hamförunum funda í dag með yfirmönnum hjálparstofnana þar sem reynt verður að finna svar við þessari spurningu. Aðalvandinn er að samræma uppbyggingarstarfið og koma í veg fyrir að spilling eigi sér stað. Stjórnvöld um víða veröld hafa alls heitið sex milljörðum bandaríkjadala til uppbyggingar á svæðunum þó að enn sem komið er hafi ekki nema lítill hluti af þeirri upphæð borist til hamfarasvæðanna. Þá segja yfirmenn hjálparstarfsins að tólf milljarða dollara til viðbótar vanti upp á ef vel eigi að takast til við að byggja svæðið upp á nýjan leik. Nú er talið að allt að 310 þúsund manns hafi týnt lífi í hamförunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×