Erlent

Enn og aftur námuslys í Kína

Sautján námumenn létust og 52 er saknað eftir enn eitt námuslysið í Kína í morgun. Talið er að gassprenging hafi orðið í námunni, sem er kolanámuhéraðinu Shanxi í norðurhluta Kína. Tveimur mönnum hefur verið bjargað en 52 eru sagðir fastir inni í námunni. Slys í kolanámum eru tíð í Kína, en á síðasta ári létust 6000 námuverkamenn í sprengingum og öðrum slysum þar í landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×