Erlent

Spá stórfjölgun flugfarþega

Yfir milljarður manna mun árlega stíga um borð í flugvél í Bandaríkjunum innan áratugar, að því er fram kemur í spá bandarísku flugmálastjórnarinnar. Þetta er nærri tvöföldun á núverandi fjölda flugfarþega í Bandaríkjunum. Þetta vekur áhyggjur af því að brátt reyni mjög á þanþol flugumferðarkerfisins vestra. Talsmenn flugmálastjórnarinnar segjast þó bjartsýnir á að meðal annars með tilkomu nýrrar tækni verði unnt að leysa þau vandamál sem fylgja aukningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×