Erlent

Lögreglumenn drepnir í jarðarför

Fjórir írakskir lögreglumenn létust og átta manns slösuðust í sprengjuárás í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Fólkið var fylgja lögreglumanni sem lést í gær til grafar þegar sprengja sprakk við veginn sem það fór um. Uppreisnarmenn í Írak hafa myrt hundruð lögreglumanna í árásum sínum undanfarna mánuði, en þeir saka lögreglu um að vera á mála hjá Bandaríkjamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×