Erlent

Léstust í bílaeltingarleik

Fjórir fylgismenn fyrrverandi uppreisnarleiðtogans Husseins al-Houthi létust í dag þegar þeir reyndu flýja eftir að hafa skipst á skotum við lögreglu á vopnamarkaði í Saada-héraði í Jemen. Mennirnir létust þegar bíll sem þeir voru á valt eftir árekstur við bíl öryggissveitar lögreglu. Þrír aðrir uppreinsarmenn slösuðust og sömuleiðis einn lögreglumaður. Mennirnir voru stuðningsmenn al-Houthis sem drepinn var af jemenskum hermönnum í september á síðasta ári. Stjórnvöld í Jemen höfðu horn í síðu hans og sökuðu hann um að koma á fót íslömskum uppreisnarhópum andnsúnum Bandaríkjunum og Ísrael í trúarmiðstöðvum sem hann stofnaði í óþökk stjórnvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×