Erlent

Seldu Íran og Kína stýriflaugar

Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa selt tólf stýriflaugar til Írans og sex til Kína, samkvæmt fréttum Financial Times. Töluverður þrýstingur var á Úkraínustjórn að greina frá sölunni, en stýriflaugarnar voru seldar árið 2001. Ekki fylgdu þó kjarnaoddar með í kaupunum en stýriflaugarnar sem um ræðir geta borið kjarnorkusprengjur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×