Erlent

Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu

Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×