Erlent

Óvinsæll borgarstjóri segir af sér

Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. Engu að síður telja fréttaskýrendur líklegt að yfirboðarar hans í Kína hafi í raun sett honum stólinn fyrir dyrnar og rekið hann í þeim tilgangi að auka afskipti sín af málefnum borgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×